is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5832

Titill: 
  • Jafnrétti kynjanna og birtingarmynd þess í námsbókum á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er skipt upp í tvo þætti. Annars vegar er fjallað um lög og reglugerðir sem fjalla um jafnrétti kynjanna og þá baráttu sem háð hefur verið í að ná fram jöfnum rétti karla og kvenna. Enn fremur verður fjallað um kynhlutverkin, hvernig þau mótast og kenningar um það hvernig þau viðhaldast í þjóðfélaginu. Hins vegar verður birt rannsókn á myndefni námsbóka á yngsta stigi grunnskóla. Myndefnið var athugað með innihaldsgreiningu til að skoða birtingarmynd kynjanna í myndum námsbóka.
    Athugunin náði yfir 54 bækur sem gefnar voru út á tímabilinu 1999 til 2010 og beindist að því hvort myndefni námsbóka sýndi kynin í stöðluðum kynhlutverkum. Við greiningu myndanna var stuðst við spurningar sem settar voru fram til að komast sem næst markmiðinu.
    Rannsóknin leiddi í ljós að námsbækur sýna jafna stöðu kynjanna. Kynin eru nokkuð jafnt sýnd í stöðluðum kynhlutverkum og í hlutverkum sem tilheyra hinu kyninu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5832


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni tilbúið.pdf880.29 kBLokaðurJafnrétti kynjanna og birtingarmynd þess í námsbókum á yngsta stigi grunnskóla-heildPDF