is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5849

Titill: 
  • Þjóðkirkjan og samskiptin við ríkið : hvers vegna eru ríki og kirkja ekki aðskilin að fullu á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að komast að því, hvers vegna ríki og kirkja séu ekki aðskilin hvort frá öðru að fullu hér á landi. Gerð er grein fyrir sögu kristni og þjóðkirkjunnar á Íslandi í áranna rás og hvernig kirkjan hefur samofið sig menningu þjóðarinnar á þeim tíma. Skýrt er frá innviðum og uppbyggingu þjóðkirkjunnar, starfsemi hennar, fjárhag og stöðu í nútímanum. Þá er gerð grein fyrir á hvaða forsendum hún starfar, annarsvegar gagnvart almenningi og hinsvegar gagnvart ríkisvaldinu og stjórnarskránni. Þá er skoðað hvort og hvernig þjóðkirkjan njóti góðs af tengslum sínum við ríkið umfram önnur trúfélög. Þá er skilgreining þjóðkirkjuhugtaksins reifuð og til hliðsjónar, viðmiðunar og samanburðar er skoðað hvernig málum ríkis og kirkju er háttað í löndunum í kringum okkur og á hvaða grundvelli sú starfsemi fer fram. Einnig er skoðað með tölfræðiupplýsingum, hvernig almenningsálitið á Íslandi í garð aðskilnaðar hefur þróast á síðustu árum. Þar að auki er leitað svara hjá fagaðilum; embættis- og stjórnmálamönnum, prestum og biskupum, trúleysingjum og prófessorum, af hverju aðskilnaður sé ekki þegar staðreynd hér á landi og hvort slíkur aðskilnaður ætti að verða að veruleika, sem og hvort líkur séu á slíkum aðskilnaði. Að lokum er dregin sú niðurstaða, að þrátt fyrir sterk rök fyrir því að aðskilnaður sé ákjósanlegur, sé slíkur aðskilnaður afar erfiður í framkvæmd, ekki síst fjárhagslega.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5849


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvers vegna eru ríki og kirkja ekki aðskilin að fullu á Íslandi.pdf712.39 kBOpinnÞjóðkirkjan og samskiptin við ríkið: Hvers vegna eru ríki og kirkja ekki aðskilin að fullu á Íslandi?PDFSkoða/Opna