is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5856

Titill: 
  • Héraðsfréttablöð: staða og framtíð eftir efnahagshrun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þar sem ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á héraðsfréttablöðum á Íslandi fannst mér áhugavert að kanna það frekar, með tilliti til stöðu og framtíð héraðsfréttablaða hér á landi sérstaklega í ljósi efnahagshrunsins. Rannsóknarspurningarnar sem lagðar voru upp með voru: A) Hefur efnahagshrunið haft mikil áhrif á rekstur héraðsfréttablaða?
    B) Er rekstrarafkoma héraðsfréttablaða viðunandi?
    Einnig var leitast við að fá svör við því hvort ritstjórar blaðanna finndu fyrir áhuga almennings á blaðinu, hver viðhorf þeirra væru til blaðastyrkja, hvernig þeir mætu framtíðarhorfur og hvort þær byggðust frekar á vefútgáfu eða prentútgáfu.
    Spurningarlisti var sendur út til nítján ritstjóra héraðs- og staðarblaða landsins. Svör fengust frá fjórtán ritstjórum. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu 11. desember 2009 – 28. mars 2010.
    Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að efnahagshrunið hefur haft áhrif á rekstur héraðsfréttablaða á Íslandi og í flestum tilfellum er rekstrarafkoma blaðanna óviðunandi. Viðhorf til blaðastyrkja er mismunandi en meirihluti ritstjóranna var ekki hlynntur blaðastyrkjum. Um framtíðarhorfur blaðanna er það niðurstaða rannsóknarinnar að hún byggist að mestu leyti á netútgáfu og samvinnu net- og prentútgáfu.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Héraðsfréttablöð -Staða og framtíð eftir efnahagshrun.pdf351.83 kBOpinn"Héraðsfréttablöð: Staða og framtíð eftir efnahagshrun" - heildPDFSkoða/Opna