EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5873

Title
is

Lífsgæði unglingsstúlkna í Mývatnssveit : framtíðarhorfur og búseta

Abstract
is

Í mörgum af þeim löndum sem tilheyra norðurslóðum er töluvert algengt að lítil afskekkt sveitarfélög eigi við viðvarandi fólksfækkun að stríða. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar með það markmið að skoða hvers vegna fólk flytur í burtu og hvers vegna lítil endurnýjun á sér stað. Rannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar til að mynda í Grænlandi, Kanada og Rússlandi. Flestar rannsóknir sýna að ungar konur, fyrst og fremst, flytja burt úr smáum sveitarfélögum, oftast til þess að mennta sig en einnig í leit að öðrum tækifærum í þéttbýlinu. Margar stúlkur fundu fyrir því að búa í fámennu samfélagi, þeim fannst þær vera dæmdar og finna fyrir einmanaleika. Í þessari ritgerð er sveitarfélagið Skútustaðahreppur rannsakað, framtíðarhorfur unglingsstúlkna kannaðar og væntingar þeirra til framtíðarbúsetu í Skútustaðahreppi. Niðurstöður þessarar könnunar sýna allt aðra niðurstöðu en þær erlendu kannanir sem skoðaðar hafa verið. Þessi könnun leiddi í ljós að unglingsstúlkum líður vel í sveitarfélaginu og þær eru ánægðar með hlutskipti sitt. Allar stúlkurnar ætla í burtu til þess að mennta sig að grunnskólanámi loknu og um helmingur þeirra telur að þær muni hafa möguleika á atvinnu í framtíðinni í Skútustaðahreppi. Mæður þeirra sjá þó ekki mikla framtíðarmöguleika fyrir stúlkurnar. Ef framtíðarhorfur unglingsstúlknanna ná fram að ganga gæti það orðið til þess að fjölgun muni verða í samfélaginu í framtíðinni og þar með auknir möguleikar á atvinnu.

Comments
is

Verkefnið er lokað til 1. júlí 2010

Accepted
25/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA_skemman_lífsgæð... .pdf850KBOpen Heildarútgáfa lokaritgerðar PDF View/Open