is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/587

Titill: 
  • Áhrifaþættir starfsánægju : rannsókn í leikskólum í Húnavatnssýslum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. -gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er fjallað um nokkra þætti sem hafa áhrif á starfsánægju starfsmanna í leikskólum.
    Til að kanna hvort þeir þættir sem við völdum að skrifa um hafi áhrif á starfsánægju starfsmanna leikskólanna voru tekin viðtöl við leiðbeinendur og leikskólakennara í leikskólum í Húnavatnssýslum, það er á Blönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd.
    Niðurstöður sýna að starfsmenn í leikskólum telja að ákveðnir þættir í starfsumhverfi þeirra hafi áhrif á starfsánægju. Viðmælendur telja það vera mikilvægt að fá viðbrögð fyrir störf sín og að hæfileikar þeirra og sterkar hliðar séu nýttir. Þeir telja að það hvetji starfsmanninn áfram til að gera betur. Starfsumhverfi segja starfsmenn að hafi mikil áhrif og er það einnig sá þáttur sem nauðsynlega þarf að bæta úr, því fram kemur í niðurstöðum að leikskólarnir búi við mjög þröngan húsakost og er starfsmannaaðstöðu mjög ábótavant. Einnig komu fram hugmyndir til úrbóta í svörum starfsmanna.
    Í umfjöllun okkar skoðum við niðurstöður og berum þær saman við okkar hugmyndir og reynslu, ásamt því að við lítum til framtíðar og veltum því fyrir okkur hvernig hægt sé að nýta þessar niðurstöður til að efla og styrkja starf starfsmanna í leikskólum almennt.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ahrifathaettir.pdf525.4 kBOpinnÁhrifaþættir starfsánægju - heildPDFSkoða/Opna