is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5892

Titill: 
  • Gjöf til betri lífsgæða: líðan nýraþega og viðhorf hjúkrunarfræðinga til líffæragjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildasamantektin er unnin upp úr greinum sem fundnar voru á innlendum sem erlendum leitarvélum á veraldarvefnum. Helsti tilgangur heimildasamantektarinnar var að kanna hvernig líf nýraþega breytist við að fá ígrætt nýra, hvernig hægt væri að stytta biðlista sem eru sífellt að lengjast, hver viðhorf hjúkrunarfræðinga væru gagnvart líffæragjöfum og hvað þeir geta gert til að vekja athygli á þessu málefni í þeim tilgangi að fjölga líffæragjöfum?
    Niðurstöður heimildasamantektarinnar sýndu í meginatriðum að lokastigs nýrnabilun er vaxandi vandamál sem bregðast þarf við með fjölgun líffæragjafa. Líf nýrnaþega breytist mikið við það að fá ígrætt nýra því þá losna þeir úr blóð- eða kviðskilun. Það er ekki sjálfgefið að ígræðslan takist alltaf því líkaminn getur hafnað nýranu með þeim afleiðingum að endurtaka þarf blóð- eða kviðskilun. Ýmsar leiðir hafa verið notaðar til að reyna að stytta biðlistana sem eru sífellt að lengjast. Algengast er að einstaklingar gefi nýra til nákominna ættingja en færst hefur í vöxt að einstaklingar gefi úr sér nýra til ótengds aðila og eru þá líffæramiðstöðvar notaðar þar sem fólk getur gefið nýra sem á við ákveðin nýraþega sem viðkomandi gjafi þekkir ekki. Helstu ástæður höfnunar aðstandenda um líffæragjöf eru þær að þeir vildu vera viðstaddir þegar slökkt yrði á öndunarvélinni og einnig vöntun á skilningi og viðurkenningu að heiladauði væri í raun dauði. Rannsóknir sýna að skurðhjúkrunarfræðingar eru neikvæðari en aðrir hjúkrunarfræðingar gagnvart því að gefa úr sér eða sínum nánustu líffæri og þá með skilyrðum um hvaða líffæri það væru sem gefin yrðu. Mikilvægt er að vekja athygli á þessu málefni með fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og almennings um mikilvægi líffæragjafa.
    Lykilorð: Viðhorf hjúkrunarfræðinga, líffæragjafir, nýragjafir, líðan nýraþega, neitun líffæragjafa.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni PDF.pdf309.84 kBLokaður"Gjöf til betri lífsgæða -Líðan nýraþega og viðhorf hjúkrunarfræðinga til líffæragjafa-"-heildPDF