is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5902

Titill: 
  • Lestur og lesskilningur í Skerpu, nýju námsefni fyrir unglingastig
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu M.Ed.-verkefni er að skoða hversu hátt lestri og lesskilningi er gert undir höfði í Skerpu, nýju námsefni í íslensku fyrir unglingastig. Námsefnið var þróað og unnið af þremur kennurum við Vallaskóla á Selfossi, þeim Guðbjörgu Grímsdóttur, Guðbjörgu Dóru Sverrisdóttur og Kristjönu Hallgrímsdóttur.
    Gerð er grein fyrir námsefninu og þeim nýjungum sem Skerpa hefur upp á að bjóða og þá sérstaklega með tilliti til lesturs og lesskilnings. Einnig er fjallað um hugtakið læsi og nokkrar skilgreiningar á því ásamt því sem lestur og lesskilningur eru tengd við ýmis hugtök tengd námi.
    Gerð var tilviksrannsókn þar sem beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð. Viðtöl voru tekin við þrjá kennara sem kenna námsefnið Skerpu, en hafa áður kennt annað námsefni og með því var leitast við að fá svör við því hvort kennurum finnist þeir sinna lestri og lesskilningi meira nú en áður.
    Niðurstöður benda til að kennarar sinni lestri og lesskilningi betur með notkun Skerpu en í eldra námsefni. Kennsla í lestri og lesskilningi fellur undir bókmenntir í Skerpu og kennurunum fannst meira utanumhald og markvissari kennsla í þessum þáttum í Skerpu en í eldra námsefni. Þó að kennurum finnist þeir kenna lestur og efli lesskilning með markvissari hætti nú en áður er samt ýmislegt sem betur má fara.

Samþykkt: 
  • 28.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistaraverkefniMVS.pdf477.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna