EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5915

Title
is

Heilsufarslegar breytingar sjúklinga í offitumeðferð á Reykjalundi

Abstract
is

Ofþyngd og offita er sífellt algengari hjá einstaklingum á öllum aldri í ríkjum heimsins. Á Íslandi hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna svipaða þróun hér á landi á holdafari og annars staðar. Skortur er á tölfræðilegum upplýsingum um árangur í þeim meðferðum gegn offitu sem viðhafðar eru hér á landi með varanlegar lífsstílsbreytingar að leiðarljósi.
Markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur offitumeðferðar á Reykjalundi á þrek, púls- og blóðþrýstingssvörun á þolprófi í offitumeðferð. Auk þess var mat sjúklinganna á eigin líðan kannað með spurningalistum og borið saman við árangur. Í þessari rannsókn voru einnig skoðaðar breytingar á lífsgæðum einstaklinganna.
Eingöngu konum var boðin þátttaka í rannsókninni þar sem þær hafa verið í miklum meirihluta þeirra sem komið hafa í offitumeðferð á Reykjalund. 47 konur (n=47) á aldrinum 20–60 ára samþykktu þátttöku og notaðar voru mælingar frá október 2007 – júlí 2009.
Eftirfarandi mælingar voru notaðar úr forskoðun sjúklinga og að lokinni göngudeildarmeðferð og fimm vikna meðferðartímabili á dagdeild: hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull (LÞS), mittismál, BIA rafleiðnimæling, 6 mín göngupróf, þolpróf á hjóli, ásamt púls- og blóðþrýstingssvörun. Auk þess voru lagðir fyrir spurningalistarnir SF-36v2 um heilsutengd lífsgæði, OP kvarði um sálfélagslega líðan tengdri offitu, BAI kvíðakvarði og BDI-II þunglyndiskvarði.
Helstu niðurstöður sýndu að þátttakendur léttust að meðaltali um 11 kg (p<0,001), LÞS breyttist um 4 kg/m2 (p<0,001), heildarhámarksálag í þolprófi á hjóli jókst um 12% (p<0,001), sem bætti þrekölu (v/kg) um 21% (p<0,001) og hámarkssúrefnisnotkun (ml/kg/mín) jókst um 18% (p<0,001). Marktæk lækkun varð á blóðþrýstingi og í púlsmælingum (p<0,05), að undanskildum hámarkspúlsi (p>0,05). Niðurstöður allra spurningalista sýndu marktækan jákvæðan mun á heildarstigum um 19–85% (p<0,001).
Allar líkams- og heilsufarslegar mælingar sýndu jákvæðar breytingar og mat einstaklinganna á andlegri og líkamlegri líðan reyndist enn jákvæðari.
Niðurstöðurnar undirstrika þýðingu markvissrar offitumeðferðar með áherslu á varanlegar lífsstílsbreytingar. Gagnlegt og áhugavert væri að skoða langtímaárangur sömu offitumeðferðar til að meta heildarárangur. Ávinningurinn af breyttum lífsstíl er óumdeildur til aukins heilbrigðis fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. 
Lykilorð: Ofþyngd, offitumeðferð,þrek, líkamleg líðan, andleg líðan, lífsstílsbreytingar.

Comments
is

Ábyrgðarmaður rannsóknar: Ludvig Á. Guðmundsson

Accepted
30/06/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
MS lokaverkefni. SteinunnHH, vefútgáfa 20. maí.pdf1.42MBOpen Complete Text PDF View/Open