is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/593

Titill: 
  • Tölvunotkun barna á leikskólaaldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessari er ætlað að gefa yfirlit yfir rannsóknir og fræðileg skrif þar sem athyglinni hefur verið beint að tölvunotkun barna á leikskólaaldri. Ekki gefst tækifæri til að gera efninu tæmandi skil enda sviðið víðfeðmt. Því er valinn sá kostur að draga fram þá þætti tölvunotkunar sem telja má að tengist náið leikskólastarfi og tölvunotkun leikskólabarna. Reynt er að varpa ljósi á helstu þætti sem talið er mikilvægt að hafa í huga þegar tölvur eru nýttar í leikskólastarfi, bent á ávinninginn sem tölvunotkun barna býður upp á sem og mögulegar hættur sem geta verið henni samfara.
    Ólíkar skoðanir eru á því hvenær börn skuli byrja að nota tölvu. Sumir benda á að það sé í lagi frá þriggja ára aldri en aðrir telja að bíða skuli með tölvunotkun þangað til börn hafa náð sjö ára aldri. Hvað sem því líður er mikilvægt að huga að hvernig nýta megi tölvuna á þroskavænlegan hátt. Þar ber margs að gæta. Seta við tölvu hefur áhrif á líkamann og því skiptir rétt líkamsbeiting miklu. Ígrunda þarf vel val á hugbúnaði fyrir börn. Opin forrit sem leyfa hugmyndaflugi barnsins að njóta sín eru talin vænlegri til að efla þroska barns heldur en forrit sem krefjast þess að barnið fari eftir ákveðnum fyrirmælum. Börn hafa gjarnan samskipti við tölvuna og hjálpa hvert öðru við lausn tölvuverkefna. Tölva getur því virkað vel sem hvatning til félagslegra athafna og þannig stuðlað að auknum félagsþroska. Hafa þarf í huga mögulegan kynjamun á tölvunotkun barna, sem og ólíka leikjamenningu kynjanna. Því þarf að gæta þess að velja forrit og viðfangsefni í tölvunni sem höfða til beggja kynja.
    Til að tölvunotkun í leikskólastarfi skili þeim árangri sem lagt er upp með er mikilvægt að viðhorf starfsfólksins til tölvunotkunar sé jákvætt og þeir hafi bæði næga faglega þekkingu á tölvum og trú á því að tölvan komi að gagni í starfi með börnunum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tolvunotkun.pdf282.1 kBTakmarkaðurTölvunotkun barna á leikskólaaldri - heildPDF
tolvunotkun_e.pdf122.6 kBOpinnTölvunotkun barna á leikskólaaldri - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
tolvunotkun_h.pdf135.73 kBOpinnTölvunotkun barna á leikskólaaldri - heimildaskráPDFSkoða/Opna
tolvunotkun_u.pdf75.86 kBOpinnTölvunotkun barna á leikskólaaldri - útdrátturPDFSkoða/Opna