is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/606

Titill: 
  • Fjölbreytnin í fyrirrúmi : einstaklingsmiðað nám með áherslu á listir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri.
    Kjarni ritgerðinnar er einstaklingsmiðun í námi og hvernig listgreinar geta verið liður í
    því að grunnskólakennari temji sér einstaklingsmiðaða kennsluhætti. Til að styðja við það
    er fjölgreindakenning bandaríska prófessorsins, Howards Gardners um mismunandi svið
    greindar í manninum, höfð að leiðarljósi.
    Fyrst verður stiklað á stóru um sögu menntunar, þá með tilliti til einstaklingsmiðunar
    og list- eða verklegrar nálgunar. Eru þar ýmsir kennismiðir sem koma við sögu. Auk
    Gardners verður fjallað stuttlega um verkhyggjumanninn John Dewey, sem lagði áherslu
    á nám í gegnum áþreifanleg viðfangsefni. Auk þess er sýn Roberts Sternbergs á þríþætt
    kerfi greindar útskýrð gróflega og Benjamin Bloom kemur við sögu með flokkunarkerfi
    markmiða í kennslu. Einnig verður vakin athygli á hugmyndum kennarans Steingríms
    Arasonar, sem var kennari á fyrri hluta 20. aldar.
    Fjallað verður nánar um fjölgreindakenninguna og hvernig megi nýta hana í
    kennarastarfinu. Þar á eftir verður bent á vægi og gildi list- og verkgreina í
    grunnskólanum og hvers konar undirbúning þær veita nemendum grunnskólanna fyrir
    framtíðina.
    Í lokin verður skoðað hvað höfundi þykir mikilvægt að hafa í huga varðandi þarfir
    nemenda og tekin dæmi um kennsluaðferðir og námshætti sem komið gætu að gagni í því
    tilliti. Niðurstöður höfundar eru þær að einstaklingsmiðaðir kennsluhættir í anda
    fjölgreindakenningar Gardners séu með ákjósanlegri leiðum sem hægt er að fara við
    kennslu nú á dögum. Þær hugmyndir falla einkar vel að þeim markmiðum sem
    menntamálaráðuneytið hefur sett grunnskólum landsins í aðalnámskrá. Einnig hefur
    höfundur komist að því að sterk rök liggi fyrir því að listir séu mikilvægur þáttur í
    almennu námi og þar með ástæða til að flétta þær enn frekar í hið almenna, bóklega nám.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni b.ed. Halla Jónsdóttir.pdf414.28 kBOpinnFjölbreytnin í fyrirrúmi - heildPDFSkoða/Opna