EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6078

Title
is

Starfsánægja meðal bílasala á erfiðum tímum

Submitted
June 2010
Abstract
is

Bílasalar eru ein af þeim starfsstéttum sem breytt efnahagsástand hefur komið illa niður á. Þegar kaupmáttur fólks minnkar sparar fólk í lúxusvörum það er vörum sem eru þeim ekki lífsnauðsynlegar t.d. bílum.
Markmið þessarar rannsóknar er að finna út hvaða þættir skipta starfsmenn bílasala máli til að stuðla að starfsánægju þeirra, mikilvægi stefnu og stjórnunar til að viðhalda starfsánægju og hvaða áhrif efnahagsástandið hefur haft á starfsánægju.
Rannsóknaraðferðin sem notast er við er eigindleg rannsókn í formi djúpviðtala sem tekin voru við starfsmenn og yfirmenn bílasala.
Rannsóknin ber heitið „Starfsnánægja á meðal bílasala á erfiðum tímum“ og þær rannsóknarspurningar sem settar eru fram í upphafi miða að því að leiða í ljós hvað felst í starfsánægju, hvaða þættir skipta máli þegar kemur að starfsánægju og hvernig breytt
efnahagsástand hefur haft áhrif á starfsánægjuna. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi;
- Hvaða aðferðir/kenningar eru notaðar til að kanna starfsánægju?
- Hvaða þættir hafa áhirf á starfsánægju?
- Hversu mikilvæg er stjórnun og stefna þegar kemur að starfsánægju?
- Hvaða áhrif hefur breytt efnahagsástand á starfsánægju?
Á heildina litið voru viðmælendur almennt sammála um þeir væru ánægðir í vinnu sinni þrátt fyrir óvissu og óstöðugt ytra umhverfi.
Þættirnir sem komu fram í viðtölunum sem rannsakandi tók samræmast
tvíþáttakenningu Herzberg‘s um þá þætti sem skipta máli og að slæmt umhverfi leiði til óánægju, sem í þessu tilfelli er efnahagskreppa.
Stefna og stjórnun skipta máli til að koma í veg fyrir starfsóánægju. Stjórnun skiptir meira máli en stefnan að mati viðmælenda, þar sem þeir töldu allir að hún væri mikilvægur
þáttur.
Ytra umhverfi hefur áhrif á starfsánægjuna þar sem það hefur áhrif á skap og tilfinningar starfsmanna.

Accepted
27/08/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Bs ritgerd_ASH 060... .pdf537KBOpen Complete Text PDF View/Open