is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6158

Titill: 
  • Ástandssagnir í framvinduhorfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í almennum málvísindum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands haustið 2010. Hún fjallar um notkun ástandssagna í ensku og íslensku. Fjallað er um tiltekna málbreytingu í íslensku þar sem slíkar sagnir eru í auknum mæli notaðar með hjálparsagnasambandinu vera að, í svokölluðu framvinduhorfi. Höfð er í huga sú spurning hvort ástæður málbreytingarinnar geti að einhverju leyti verið vegna enskra áhrifa. Fyrst er almenn fræðileg umræða um flokkun sagna, ástandssagnir og framvinduhorf, og síðan er sagt frá tveim könnunum sem voru gerðar í því skyni að bera saman notkun ástandsagna í ensku og íslensku. Annarri var beint til þeirra sem hafa ensku að móðurmáli en hin var gerð fyrir Íslendinga. Þær tóku mið af stórri rannsókn í umsjá Höskuldar Þráinssonar sem nýlega er lokið og nefnd hefur verið Tilbrigði í setningagerð. Niðurstöðurnar verða kynntar og ræddar og reynt verður að tengja þær við spurninguna um hvort enskumælandi fólk noti ástandssagnir að einhverju leyti á annan hátt en Íslendingar og í framhaldi, hvort orsakir málbreytingarinnar megi rekja til ensku.

Samþykkt: 
  • 9.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Ástandssagnir.pdf556.77 kBLokaðurHeildartextiPDF