EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6186

Titles
  • is

    Bókasafn Sesseljuhúss

  • Sesseljuhús library

Submitted
October 2010
Abstract
is

Verkefnið „Bókasafn Sesseljuhúss“ inniheldur skráningu og lyklun bóka úr safni Sesseljuhúss á Sólheimum í Grímsnesi. Safnið er fremur sérhæft og fjallar efni þess að mestu leyti um garðyrkju og ræktun, umhverfismál, orkumál og uppeldismál. Mikið af efni er tengt mannspekikenningum Rudolfs Steiners sem Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir fór eftir í starfi sínum á Sólheimum. Tilgangurinn er að gefa gestum og starfsmönnum Sesseljuhúss greiðari aðgang að safnkostinum. Í fyrsta kafla er greint frá því hvernig verkefnið var unnið og í öðrum kafla eru leiðbeiningar um notkun skránna sem það inniheldur. Þriðji og fjórði kaflinn eru lokaorð og heimildaskrá. Í köflum fimm til átta eru skrárnar fjórar sem skiptast í aðalskrá og þrjár aukaskrár; efnisorðaskrá, mannanafnaskrá og titlaskrá. Allar skrárnar voru unnar í Microsoft Word. Aðalskráin inniheldur 338 færslur og er hverri færslu gefin efnisorð eftir bókfræðilegum skráningar- og röðunarreglum. Hver færsla hefur færslunúmer sem notað er til að vísa frá einni skrá til annarrar og auðveldar það notkun á skránni.

Accepted
10/09/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Bókasafn Sesseljuh... .pdf802KBOpen Complete Text PDF View/Open