is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6198

Titill: 
  • Dráttarvaxtagreiðslur opinberra stofnana : er fylgni milli dráttarvaxtagreiðslna og nýtingu fjárheimilda meðal íslenskra menntastofnana?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vanskil kosta atvinnulífið og stofnanir hins opinbera háar fjárhæðir á ári hverju. Í ljósi erfiðra efnahagsaðstæðna er mikilvægt að gæta aðhalds í rekstri hins opinbera og því vert að skoða vanskilakostnað sem og önnur útgjöld sem hægt er að draga úr.
    Þessari ritgerð er ætlað að skoða sérstaklega hvort fylgni er á milli dráttarvaxtagreiðslna menntastofnana innan A-hluta ríkissjóðs og nýtingu fjárheimilda þeirra sem ákveðin er í
    fjárlögum. Úrtak ritgerðarinnar eru þeir 21 skóli sem starfræktir var innan A-hluta ríkissjóðs allt tímabilið 2004 - 2008 og töldu að meðaltali yfir 300 nemendur yfir tímabilið. Stuðst er við
    töluleg gögn frá Fjársýslu ríkisins auk ríkisreikninga tímabilsins.
    Þegar þessi gögn eru skoðuð er má sjá að talsverðar upphæðir eru greiddar í dráttarvexti innan úrtaksins á tímabilinu og einnig er áberandi hversu algengt er að ríkisstofnanir fari fram yfir
    fjárheimildir sínar samkvæmt fjárlögum. Niðurstaða ritgerðarinnar er þó sú að ekki sé fylgni á milli dráttarvaxtagreiðslna og nýtingar fjárheimildar og er skýringin líklega sú að hjá þeim
    stofnunum sem um ræðir voru launagjöld langstærsti gjaldaliðurinn eða um 80%. Launagjöld eru því of stór gjaldaliður til að dráttarvextir geti haft áhrif á nýtingu fjárheimilda

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_BirnaDisBenjaminsdottir.pdf816.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna