is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6199

Titill: 
  • Fiskveiðistjórnunarkerfi ESB og Íslands : eftirlit með fiskveiðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er fræðileg og fjallar um sameiginlega fiskveiðistjórnunarkerfi (SFS) Evrópusambandsins (ESB) og fiskveiðstjórnunarkerfi Íslands og er eftirlitsþáttur beggja kerfa skoðaður. Rannsóknarspurning mín er þessi “Er hægt að samræma lagaumhverfi Íslendinga og ESB sem snýr að veiðieftirliti.”.
    Til þess að svara þessari spurningu þá mun ég fjalla um ESB sögulega séð og sameiginlegu fiskveiðstefnuna innan ESB og fiskveiðistefnu Íslendinga og skoða hvernig þær ná sameiginlegum markmiðum. Síðan mun ég greina og skoða reglugerðir og þá aðallega þá nýjustu sem tók gildi 1.1.2010 þ.e. reglugerð númer 1224/2009 sem snýr að eftirlitskerfi til þess að tryggja að farið sé eftir sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB.
    Við heimildaöflun voru gagnabankar nýttir en við ritun var stuðst við fræðibækur, rannsóknir og tímaritsgreinar. SFS1 er sameiginleg fiskveiðistefna ESB ríkjanna og tekur á fjölmörgu s.s. verndun fiskistofna og sjálfbærni, stýringu á auðlindum og umhverfi, styrkjakerfi (EEF)2 til uppbyggingar og sjálfbærni fiskistofna, stýringu á stærð skipastóls, sameiginlegri markaðsstefnu, samskipti við þriðju ríki t.d. gegnum EFTA eða EEA og eftirlit sem “Community Fisheries Control Agency” (CFCA)3 hefur séð um síðan 2007. Þar sem fiskveiðistjórnunarkerfi ESB og Íslands eru mjög viðamikil þá ákvað ég að skoða eftirlitsþætti þeirra sem snúa að eftirliti og lagaumhverfi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fiskveiðistjórnunarkerfi ESB og Íslands eftirlit með fiskveiðum .pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna