is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6212

Titill: 
  • Innsýn inn í framtíðina. Einstaklingsbundin erfðapróf: Óhefbundin forvarnaleið
Útdráttur: 
  • Ritgerð sú sem hér fer á eftir fjallar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls og erfðaprófanir sem tengdar eru því markmiði. Skoðað er siðferði í ljósi þessara persónubundnu rannsókna, staða upplýsinga og upplýsingaþarfa hjá almenningi. Markmiðið með rannsókninni er tvíþætt. Annars vegar að draga fram helstu þætti sem áhrif hafa á jákvæð eða neikvæð viðhorf viðmælenda til einstaklingsbundinna erfðaprófana sem ein af hugsanlegum forvarnaleiðum gegn ótímabærum sjúkdómum. Hins vegar að leggja mat á skilning þátttakenda á vefsíðum Íslenskrar erfðagreiningar en það fyrirtæki býður til sölu erfðagreiningapróf sem nefnist deCODEme. Rannsóknin var gerð haustið 2009 og vorið 2010. Þátttakendur voru samtals ellefu, sérfræðingar og foreldrar með ung börn. Beitt var aðferðum eigindlegra rannsókna í leit að þemum sem varpa mættu ljósi á viðhorf þátttakenda til þessara erfðaprófana og ýmissa þátta sem þeim fylgir. Niðurstöður gagnagreiningar voru skýrðar í ljósi fræðilegrar umræðu um forvarnagildi erfðaprófa, upplýsingaþörf og siðferði. Afstaða þátttakenda til deCODEme reyndist að mörgu leyti jákvæð en ekki má horfa fram hjá því að ekki telja allir nauðsylegt að ganga svona langt í forvörnum. Mikla upplýsingaþörf má skýra meðal annars í ljósi bakgrunns, persónulegra aðstæðna þátttakenda og ekki síst lítillar almennrar umræðu um erfðaprófanir.
    Lykillorð: erfðarannsóknir, erfðapróf, upplýsingar, upplýsingaþörf,
    heilsa, lífsstíll, siðferði

Samþykkt: 
  • 11.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valéria Kretovicová.pdf296.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna