EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6262

Title
is

Breytingar á tekju- og eignarskatti á árunum 1877-2010

Submitted
September 2010
Abstract
is

Árið 1874 fengu Íslendingar stjórnarskrá eftir áratuga baráttu. Með henni var Alþingi veitt löggjafarvald í sérmálum Íslands og einnig fjárveitingarvald. Markaði þetta tímamót í sögu Íslendinga og í kjölfarið urðu miklar framfarir á sviði fjármála, efnahags-, atvinnu- og menningarmála. Árið 1877 voru sett ný tekjuskattslög og var sköttum þar með komið í fastar skorður og miklar breytingar gerðar á skattlagningu þjóðarinnar. Allir sem voru búsettir á Íslandi voru skattskyldir, konur jafnt sem karlmenn, ungir jafnt sem aldnir.
Á þeim tæpum 140 árum sem liðin eru síðan, hefur íslenskt þjóðfélag tekið stórfelldum breytingum. Flestallir Íslendingar bjuggu og unnu í sveitum í kringum aldamótin 1900 en um miðbik síðustu aldar fluttust Íslendingar æ meira í þéttbýli. Í kjölfarið breyttust þjóðfélagshættir mikið. Samfara þessari þróun urðu miklar breytingar á tekju- og eignarskattslögum. Lögin hafa þurft að aðlagast sífellt flóknari samfélagsmynd og ljóst er að tekjuskattslögin hafa tekið breytingum eftir efnahag þjóðarinnar. Þegar illa árar og meiri þörf er á aukinni innkomu í ríkissjóð hefur tekjuskattur verið hækkaður og dæmi eru um að þegar velmegun eykst sé lögunum breytt þannig að tekjuskattur lækkar. Eignarskattslögin hafa einnig tekið mið af efnahag þjóðarinnar og hafa ákvæðin helst fylgt breytingum á verðbólgu og hækkað eða lækkað í samræmi við þær sveiflur.
Eftir því sem þjóðfélagið hefur orðið flóknara hafa tekju- og eignarskattslögin einnig orðið flóknari og á tímum frekar ruglingsleg en ávallt hefur verið leitast við að bæta lögin og gera þau einfaldari svo allir þegnar íslenska ríkisins geti skilið þau.

Accepted
20/09/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BS-ritgerð, Margré... .pdf352KBOpen Complete Text PDF View/Open