is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6276

Titill: 
  • Markaðssetning á Activity-kids á alþjóðamarkað
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi mastersritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands var unnin veturinn og sumarið 2010
    Í henni er fjallað um alþjóðlega markaðssetningu á Activity-kids frá SagaMedia sem er leiktæki og leikir ætlaðir börnum á aldrinum 3-6 ára. Fyrirtækið hefur um skeið íhugað að markaðssetja þessa nýju vöru á alþjóðamarkað og er ætlunin að svara eftirfarandi spurningu.
    Er ráðlegt að framleiða Activity-kids og selja á alþjóðamarkaði ?
    Leitast verður við að svara spurningunni með því að gera markaðsrannsókn og viðskiptaáætlun.
    Aðferðafræðin sem notuð er byggist að meginstofni á markaðsrannsóknum með fyrirliggjandi gögnum og notast var við gagnabanka og útgefin gögn frá áreiðanlegum heimildum. Einnig var farið yfir hvað aðrir hafa rannsakað og skrifað um alþjóðlega markaðssetningu, tölvuleiki fyrir börn, markaðssetningu fyrir börn og viðskiptatryggð.
    Markaðarannsókn með fylgigögnum var gerð um stærð hinna ýmsu markaða, kaupmáttar og internetnotkun. Það er síðan dregið saman og áhugaverðir markaðir valdir. Fyrstu markaðir sem mælt er með eru England, Frakkland, þýskaland og Holland.
    Niðurstöður voru síðan dregnar saman í viðskiptaáætlun og áætlanir gerðar um rekstur, þróunarkostnað og mannauð. Metin var fjárþörf og mögulegt verðmæti verkefnisins. Að lokum er stutt samantekt og umræða og farið yfir hvað ber að gera í framhaldinu.
    Sem svar við spurningunni hvort Er ráðlegt að framleiða Activity-kids og selja á alþjóðamarkaði ? þá er það ráðlegt miðað við þær forsendur sem gefnar voru.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Helgi G. Sig.pdf1.33 MBLokaðurHeildartextiPDF