EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6287

Title
is

Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum

Submitted
September 2010
Abstract
is

Vaxandi samkeppni í kjölfar aukinnar alþjóðavæðingar og tækniþróunar hefur meðal annars orðið til þess að skipulagsheildir leggja meiri áherslu á árangursstjórnun. Stefnumiðað árangursmat er aðferðafræði sem nýtir mælingar til að meta árangur af stefnu skipulagsheilda. Leitast er við að koma yfirlýstri stefnu yfir á mælanlegt form til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir hvaða aðgerða er þörf til að stefna skili árangri.
Megin markmið þessa verkefnis er fyrst og fremst að útskýra hvað felst í stefnumiðuðu árangursmati og fjalla um innleiðingu aðferðarinnar hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum. Höfund langaði til að skoða tvö fyrirtæki sem starfa á ólíkum vettvangi og bera saman útfærslu aðferðarinnar innan þeirra. Fyrir valinu voru tvö fyirrtæki, annars vegar stórt framleiðslufyrirtæki, Össur, og hins vegar lítið fyrirtæki í opinberum rekstri, Umferðarstofa. Höfundur hafði samband við aðila sem sjá um árangursmatið innan fyrirtækjanna og fékk að leggja fyrir þá spurningar. Þegar þeim var svarað var unnið úr niðurstöðum og dregnar ályktanir af þeim.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að stefna og stefnumótun eru einkar vandmeðfarin og vanmetin hugtök sem of fáir innan skipulagsheilda leggja skilning í. Áður en ráðist er í innleiðingu árangursstjórnunarkerfa á borð við stefnumiðað árangursmat verður fyrirtæki að huga mjög vel að stefnu sinni og íhuga hvort hún henti fyrir árangursmatið, eigi það að skila árangri fyrir skipulagsheildina. Útfærsla á árangursmatinu er einnig misjöfn og þarf að taka mið af hverri skipulagsheild fyrir sig.

Accepted
20/09/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Stefnumidad_arangu... .pdf.pdf748KBOpen Complete Text PDF View/Open