is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6289

Titill: 
  • Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavitund og vörumerkjaímynd. Skynjuð samsvörun og tónlistarsmekkur
  • Titill er á ensku The effect of music in commercials on brand knowledge and brand image. Perceived congruency and musical taste
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilraun var gerð á tæplega 200 nemendum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, með það að markmiði að kanna áhrif tónlistar í auglýsingum á vitund og ímynd vörumerkja, út frá samsvörunarsjónarmiði og tónlistarsmekk.
    Auglýsing fyrir óþekkt vörumerki (orkudrykk sem er ekki á markaðnum á Íslandi) var útfærð á þrennan hátt. Einni breytu var stjórnað, þ.e. tónlistinni, á meðan öðrum var haldið stöðugum. Undir tal auglýsingarinnar, sem var eins í öllum þremur tilvikum, var sett frumsamið lag sem samsvaraði auglýsingunni, lag sem samsvaraði auglýsingunni ekki og í þriðja tilfellinu var engin tónlist undir auglýsingunni. Sama lag var notað í báðum tilraunahópum, en einungis var um aðra útsetningu á laginu að ræða.
    Rannsóknarspurningin velti því upp hvort skynjuð samsvörun milli tónlistar og auglýsingar og tónlistarsmekkur hefðu áhrif á vörumerkjavitund og vörumerkjaímynd. Tilgáturnar voru fjórar. Tilgáta 1, um að aukin skynjuð samsvörun milli tónlistar og auglýsingar ýti undir upprifjun á vörumerkjaheiti og skilaboðum auglýsinga, var ekki studd. Tilgáta 2, um að aukin skynjuð samsvörun milli tónlistar og auglýsingar bæti vörumerkjaímynd, var studd. Tilgáta 3, um að það bæti skynjaða ímynd vörumerkis að líka vel við bakgrunnstónlist í auglýsingu, var einnig studd. Tilgáta 4, um að það bæti skynjaða ímynd vörumerkisins að líka vel við þá tegund tónlistar (musical genre) sem hljómar í auglýsingu, fékk nokkurn stuðning.
    Tilraunasnið rannsóknarinnar er nýtt af nálinni eftir því sem best er vitað og veitir rannsóknin áhugaverðar vísbendingar um áhrif tónlistar í auglýsingum á vitund vörumerkja og ímynd.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
áhrif tónlistar í auglýsingum - Katrín.pdf550.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna