EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6300

Title
is

Ímynd íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða eftir bankahrun

Submitted
October 2010
Abstract
is

Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á ímynd banka og sparisjóða eftir bankahrunið 2008. Höfundur skoðar traust, tryggð og spilling til banka og sparisjóða og hvort munur sé á niðurstöðum eftir kyni. Einnig er athugað hvort það sé munur á því hversu sterkt þáttakendur tengja spillingu og traust annars vegar við stóru bankana, Arionbanka, Íslandsbanka og Landsbankann og hins vegar við þá þrjá litlu, Sparisjóðinn, MP banka og BYR sparisjóð. Rannsóknarspurningarnar eru ,,Hvernig er viðhorf fólks til bankanna hvað varðar traust, tryggð og spillingu. Eru þessir þættir breytilegir eftir kyni?“ og ,,Er munur á hversu sterkt þátttakendur könnunarinnar tengja spillingu og traust annars vegar við stóru bankana þrjá, Arion banka, Íslands- og Landsbankann og hins vegar við þá þrjá litlu, Sparisjóðinn, MP banka og BYR sparisjóð?“
Gagnaöflun var framkvæmd af Þórhalli Erni Guðlaugssyni dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í mars 2010. Þáttakendur voru háskólanemar við Háskóla Íslands og spurningarkönuninni var svarið í gegnum veraldarvefinn.
Helstu niðurstöður voru þær að skipulagsheildirnar fá lágt meðaltal trausts eða 3,13 og meðaltal spillingar er frekar hátt eða 6,99. Það var ekki marktækur munur milli kynja hvað þessa þætti varðar. Áhugavert var að skoða tryggð byggða á viðhorfi og hegðun. 16% þáttakenda töldu það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir myndu skipta um aðal viðskiptabanka á næstu sex mánuðum. Aðeins 8,1% þáttakenda gerðu það.
Munurinn á þremur stóru bönkunum og þeim þremur litlu var sá að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn fengu lægra í trausti heldur en Sparisjóðurinn, MP banki og BYR sparisjóður. Einnig var meðaltal spillingar meira hjá þeim þremur stóru en litlu.

Accepted
20/09/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
jonas BS ritgerd -... .pdf1.16MBOpen Complete Text PDF View/Open