EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6304

Title
is

Þróun íslenskra lífeyrissjóða til ársins 2010. Stefna, fjárfestingar og áhrif efnahagshrunsins

Submitted
September 2010
Abstract
is

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða þróun íslenska lífeyrissjóðakerfisins frá upphafi til nútímans. Er þróunin m.a. skoðuð með hliðsjón af þeim lögum sem í gildi hafa verið hverju sinni og stefnu lífeyrissjóða að því er ávöxtun og áhættu varðar. Þá er enn fremur til skoðunar hvort ytri aðstæður, líkt og t.a.m. efnahagsþrengingar, hafi sjáanleg áhrif á einstakar fjárfestingar lífeyrissjóða og ávöxtun þeirra.
Í fyrsta hluta er fjallað um helstu áfanga í sögu lífeyrissjóðakerfisins á 20. öldinni. Jafnframt er fjallað um eðli og einkenni hins íslenska lífeyrissjóðakerfis. Óhjákvæmilegt er að líta til ytri aðstæðna, sjónarmiða er varða uppbyggingu lífeyriskerfis og mismunandi tegunda lífeyrissjóða. Því næst er vikið að gildandi löggjöf og opinberu eftirliti.
Í öðrum og þriðja hluta er fjallað um einstakar fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða og eru þar aðgreindar annars vegar í fjárfestingar innanlands og hins vegar í fjárfestingar í eignum utan Íslands. Í þeirri umfjöllun er vikið að þróun fjárfestinga í fyrrgreindum flokkum og áhrif efnahagsþrenginga á hlutaðeigandi fjárfestingar. Fjallað er um ástæður notkunar varnarsamninga til takmörkunar á áhættu lífeyrissjóðanna og stöðu þessara mála í dag.
Í fjórða hluta er farið yfir ávöxtun síðustu tuttugu ára hjá íslensku lífeyrissjóðunum og raktar eru helstu ástæður fyrir sveiflum í ávöxtun á tímabilinu. Breytingar á eignasamsetningu sjóðanna eru einnig til umfjöllunar í ljósi aukins úrvals fjárfestingakosta. Þá er núverandi eignasamsetning lífeyrissjóða skoðuð með tilliti til fjárfestingaumhverfisins í dag og mat lagt á hvernig lífeyrissjóðir þurfi að bregðast við.
Að lokum er að finna niðurstöður höfundar, sem byggja á umfjöllunarefni ritgerðarinnar. Helstu niðurstöður höfundar eru m.a. þær að íslenskt lífeyrissjóðakerfi er sterkt og löggjöf um starfsemi þeirra skýr. Lífeyrissjóðirnir standa hins vegar á tímamótum í kjölfar efnahagshrunsins og þeirra bíður áskorun að móta nýjar leikreglur í fjárfestingaumhverfinu og að viðhalda viðunandi ávöxtun í umhverfi lækkandi vaxta og gjaldeyrishafta.

Accepted
20/09/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Ritgerð - BV - lok... .pdf799KBLocked Complete Text PDF