is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6321

Titill: 
  • Með puttann á púlsinum. Hlutverk mannauðsstjóra í meiriháttar breytingum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að fá skýra sýn á hlutverk, reynslu og þekkingu mannauðsstjóra af stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja, með það að leiðarljósi að kanna hvort þátttaka hans í breytingaferlinu samræmist fræðilegri umfjöllun um efnið. Leitast verður við að greina hvernig mannauðsstjóri nýtist fyrirtækjum í breytingaferli og hvert sé hans helsta verksvið. Tilgangurinn er að bæta við þá þekkingu sem nú þegar er til staðar um viðfangsefnið. Allir viðmælendur höfðu gengið í gegnum meiriháttar breytingar sem höfðu víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækisins og kröfðust þess að starfsmenn myndu aðlagast breyttum aðstæðum. Í rannsókninni var eigindleg rannsóknaraðferð lögð til grundvallar þar sem tekin voru hálf opin viðtöl við átta mannauðsstjóra eða starfsmannastjóra.
    Fræðilegur bakgrunnur er sóttur til skrifa fræðimanna um stjórnun breytinga og mannauðsstjórnun. Mikið er horft á mannlega þáttinn, hvaða áhrif breytingar hafa á starfsfólk og hvernig mannauðsstjórar geta beitt sér við að gera breytingaferlið lærdómsríkt og ánægjulegt.
    Helstu niðurstöður benda til að mannauðsstjórar sinna margþættu hlutverki í meiriháttar breytingum og séu virkir þátttakendur í stjórnun breytinga. Mannauðsstjórar eyða miklum tíma í mannauðstengd málefni eins og upplýsingamiðlun og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks. Enginn einn starfsmaður kemur þó breytingum í gegn, þetta er samvinnuverkefni allra stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study is to get a clear vision on the role, experience and knowledge of the HR manager in managing major changes in the organization. To shed a light and analyze if his participation in the change process meets the academic view on the subject. Effort is made to analyze how the HR manager is useful to an organization during the change process and his main role in that process. The purpose is to contribute to the knowledge that already exists on the subject. All participants had gone through major changes that had extensive affects on the organization process that demanded that the employees adapted to the changes. Qualitative research methods were used in this study. Interviews were conducted with eight human resource managers.
    The theoretical background is based on writings of academics in change management and HR management. The human factor plays a big role, the effect of changes on employees and how HR managers can act to make change process educational as well as enjoyable.
    The main results reflect that HR managers play multiple roles in major change management and that they are active players in the management of changes. HR managers spend much of their time on HR related issues such as communicating information and as advisors to all managers and employees within the organization.

Samþykkt: 
  • 21.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-20. september - 2010 - Bjorg Arsaelsdottir,loka, loka.pdf879.44 kBLokaðurHeildartextiPDF