is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6334

Titill: 
  • Val á fæðingarstað: Sjónarhorn kvenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Val kvenna á fæðingarstað hefur breyst umtalsvert síðastliðin fimmtíu ár, frá því að flestar konur fæddu heima í það að þær fæða velflestar á sjúkrahúsum. Rannsóknin beinir sjónum sínum að ákvörðun kvenna um val á fæðingarstað. Hvers vegna velja konur áveðinn fæðingarstað og er eitthvað undirliggjandi sem stýrir því vali? Um eigindlega rannsókn er að ræða þar sem rætt var við tuttugu konur sem fætt höfðu fimmtíu börn á mismunandi fæðingarstöðum á árunum 1979-2007.
    Ritgerðin er feminískt sjónarhorn á val kvenna á fæðingarstað. Notast er við hugmyndir Foucault um vald sem net í samfélaginu, valdið er ekki eign neins og allir geta nýtt sér til að hafa áhrif á stöðu sína. Ritgerðin er ennfremur styrkt með kenningum Bourdieu um habitus, en þar heldur hann því fram að menn beri keim af því samfélagi sem þeir alast upp í og breyti iðulega samkvæmt hefðum og gildum sem þar eru viðhafðar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að þekking, öryggi og vald eru undirliggjandi þættir sem skipta höfuðmáli varðandi val kvenna á fæðingarstað: Konur fæða þar sem þær finna til öryggis. Hér skiptir máli hver hefur vald til að skilgreina hvar öryggi er að finna, opinberlega eru heilbrigðisstéttir handhafar þessa valds þar sem þær búa yfir þekkingu á fæðingum. Með reynslu af fæðingum öðlast konur þessa þekkingu og geta snúið valdastöðu sinni sér í hag. Endanlegt vald fæðingarþekkingarinnar virðist þó vera í höndum heilbrigðisstéttanna og er það í samræmi við habitus-kenninga Bourdieu. Upp á síðkastið má greina nýjan og kvenmiðlægari tón í orðræðunni um fæðingar sem leggur áherslu á að öryggi í fæðingum sé að finna þar sem konan sjálf er örugg svo framalega sem meðgangan er eðlileg og búast má við „eðlilegri fæðingu“. Hér er áherslan á konuna og upplifun hennar af fæðingunni. Í þessari orðræðu fara hagsmunir móður og barns saman.
    Lykilorð: Fæðingarstaður, fæðingar, heimafæðingar, vald, öryggi, reynsla, tæknivæðing, sjúkdómsvæðing, ljósmæður, heilsumannfræði.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Womens choice of birthplace has changed significantly in the last fifty years, the preferred place used to be at home but now the hospital is first choice. This research looks into the choices women do about place of birth. Why do they choose the place they do and is there anything that guidest that choice? The research is qualitative, twenty women were interviewed that had given birth to fifty children in a variety of settings in the years from 1979 to 2007.
    The paper has a feministic viewpoint toward womens choice of birthplace and uses Focaults ideas about power as a net in society that doesn’t belong to anyone and everyone can use in their own interest. Further, the paper adhers to Bourdieus theory about habitus, according to which people are affected by the society they grow up in and act accordingly.
    Knowledge, security and power are important themes ins womens choice of birthplace: Women give birth were they feel secure. Thus it matters who has the power to define where security is to be found, officially the health establishment holds that power as they have the knowledge. With postnatal experience women gain that knowledge and can adjust their power that way. The highest power of the knowledge of birth seems to be with the health establishment and that is much in the same spirit as Bourdieus habitus-theory. Recently a new more feminine tone of voice has been added to the dialogue of birth that stresses that the security of birth is to be found where the woman feels safe in so far as the pregnancy has been normal and a „normal birth“ is to be expected. Here the accent is on the woman and here experience of birth. In that dialogue the interest of mother and child are the same.
    Keywords: Birthplace, birth, homebirth, power, safety, experience, medicalization, midwifes, anthropology of health.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðina má eigi prenta eða afrita með neinum hætti án leyfis höfundar
Samþykkt: 
  • 24.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Val á fæðingarstað - sjónarhorn kvenna.pdf620.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna