EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6345

Title
is

Rússneska hagkerfið 1970-2010. „Hverjum er um að kenna?“ „Hvað ber að gera?“

Submitted
September 2010
Abstract
is

Oft er sagt að raunveruleikinn sé ótrúlegri en skáldskapur. Þetta orðatiltæki á vel við þegar rússneskur efnahagur síðustu 40 ára er skoðaður. Á þessum 40 árum hafa gríðarlegar breytingar átt sér stað. Gallharður kommúnískur áætlunarbúskapur með fimm ára áætlunum var við dauðans dyr um miðjan níunda áratuginn. Reynt var að koma á markaðsumbótum sem leiddu til hruns heimsveldis. Við tók áratugur niðurlægingar, síðar í upphafi aldarinnar tók við nokkurs konar endurreisn sem margar rannsóknir benda til að sé ekki sjálfbær. Reynt verður að varpa ljósi á helstu ákvarðanir ráðamanna sem leiddu til þessarar ferðar sem enn sér ekki fyrir endann á. Rannsóknir hafa sýnt að athafnaleysi Leoníd Brézhnevs hafi átt sinn þátt í falli Sovétríkjanna og að endurskipulagningaaðgerðir Mikhaíl Gorbatsjovs hafi verið a.m.k. tíu árum of seint á ferð til að skila tilætluðum árangri. Einnig verða tekin dæmi um hvernig aðgerðir Boris Jeltsíns ollu nánast algjöru hruni rússnesks efnahags á tíunda áratug síðustu aldar og hvernig Vladímir Pútín og síðar Dmítrí Medvédev hafa reynt að rétta af efnahaginn. Síðar í ritgerðinni verður rætt við m.a. við rússneska viðskipta- og hagfræðinga um ástand efnahagsins. Í ljós kemur við lestur þess kafla að oft er langt á milli orðræðu leiðtoganna og raunveruleika venjulegs fólks sem þarf að glíma við fjölda vandamála frá degi til dags í sinni vinnu.

Accepted
29/09/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerð Karl F. Thorarensen.pdf605KBOpen Complete Text PDF View/Open