EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6346

Titles
  • es

    La censura y la imagen de la mujer. El cine en la época franquista

  • is

    Ritskoðun og ímynd konunnar. Kvikmyndir á Franco-tímabilinu

Submitted
July 2010
Abstract
is

Í þessari ritgerð er sjónum beint að sögu kvikmyndagerðar á Spáni á tímum einræðisstjórnar Francisco Franco, þ.e.a.s. tímabilinu 1939 til 1975. Fjallað er um ritskoðunina sem komið var á í landinu og áhrif hennar á kvikmyndagerð, en auk þess er ímynd konunnar í kvikmyndum þessara ára skoðuð.
Ritgerðinni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta hennar er stiklað á stóru í sögu Spánar á árunum 1936 til 1975 til að skapa grunn að umfjölluninni sem á eftir kemur. Breytingar í samfélaginu og menningunni eru skoðaðar með það fyrir augum að gera nokkra grein fyrir stöðu konunnar innan spænsks samfélags, allt frá byrjun 20. aldar til loka einræðistímabilsins.
Í öðrum hluta ritgerðarinnar er fjallað um sögu kvikmyndagerðar á Spáni á einræðistímabilinu. Árin 1934-1936 voru mikið blómaskeið í kvikmyndagerð á Spáni en því lauk skyndilega þegar Borgarastyrjöldin braust út 17. júlí árið 1936. Eftir að henni lauk og einræðisstjórn Francos tók völdin, átti spænski kvikmyndaiðnaðurinn erfitt uppdráttar vegna skorts á fjármagni og ýmiss konar hamlandi aðgerða, eins og ritskoðunarinnar, sem stjórnvöld komu á.
Lokahluti rigerðarinnar fjallar um hlutverk og ímynd konunnar í kvikmyndum þessa tímabils. Ímynd konunnar var mjög lituð af viðteknum venjum og hefðum feðraveldisins, hlutverkin fá og konurnar yfirleitt settar í annað sæti, líkt og í samfélaginu. Í einræðisríki Francos áttu konur sér fáa möguleika. Samkvæmt hugmyndafræði stjórnvalda var hlutverk þeirra fyrst og fremst að vera húsmæður, eiginkonur og mæður – eða þá nunnur. Gjörólíkt þróuninni víða annars staðar í álfunni, svo sem í iðnríkjunum beggja vegna járntjaldsins, var konum haldið utan við atvinnulífið. Þetta hafði meðal annars letjandi áhrif á menntun spænskra kvenna á þessum tíma.
Við ritgerðarsmíðina var stuðst við fjölmargar bækur, greinar og net-heimildir, auk þess sem horft var á kvikmyndir frá tímabilinu. Við greiningu á ímynd konunnar var ekki einungis stuðst við greiningu hins „almenna áhorfanda“, heldur voru kenningar fræðimanna notaðar til viðmiðunar.

Accepted
29/09/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA ritgerð tilbúin.pdf357KBLocked Complete Text PDF