is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6373

Titill: 
  • Hagsmunir og velferð barna sem leiðarljós í starfi : rannsókn á þekkingu leikskólastarfsfólks á Akureyri á ofbeldi og vanrækslu á börnum og tilkynningarskyldu til barnaverndarnefndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni fjallar um rannsókn sem gerð var meðal starfsfólks í leikskólum Akureyrarbæjar. Notast var við sama spurningarlista og Sandra Anne Marie Vachon notaði þegar hún framkvæmdi samskonar rannsókn á Selfossi 2007 (Sandra Anne Marie Vachon, 2007). Spurningalistarnir voru lagðir fyrir starfsfólk í níu leikskólum Akureyrarbæjar. Samtals 152 listar voru sendir út og 129 komu tilbaka útfylltir, svarhlutfall var því 85%.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver þekking starfsfólk í leikskólum Akureyrarbæjar er á tilkynningarskyldu til barnaverndaryfirvalda vegna ofbeldis eða vanrækslu á börnum og hvort það búi yfir þekkingu til að greina einkenni ofbeldis eða vanrækslu á börnum. Einnig hvers vegna starfsmaður tilkynnir ekki um ofbeldi eða vanrækslu á börnum verði hann þess var. Niðurstöður voru að lokum bornar saman við þær sem fram komu á Selfossi 2007.
    Rannsóknin leiddi í ljós að starfsfólk hafði almennt ekki verið upplýst um tilkynningarskyldu sína og um einkenni ofbeldis og vanrækslu, þegar það hóf störf. Það kom þó greinilega í ljós að starfsfólk í leikskólum Akureyrarbæjar er meðvitað um einkennin þrátt fyrir að hafa ekki fengið viðeigandi fræðslu og upplýsingar varðandi þessi málefni þegar það hóf störf. Við samanburð rannsóknanna kom í ljós talsverður munur á menntunarstigi og starfsaldri þátttakenda sem hefur mögulega áhrif á þann mun sem birtist í niðustöðunum.

Samþykkt: 
  • 5.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagsmunir_og_velferd_barna.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna