is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6426

Titill: 
  • Leikir í tungumálakennslu : leikir fyrir munnlega kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa lokaverkefnis er að fjalla um leiki í munnlegri tungumálakennslu og jákvæð áhrif af notkun þeirra til að efla munnlega færni nemenda. Leikir eru ein af mörgum kennsluaðferðum sem kennurum stendur til boða að nota og með notkun leikja í kennslu eykst fjölbreytnin og möguleikinn til að höfða til hins fjölbreytta nemendahóps.
    Í greinargerðinni er farið yfir munnlega þáttinn í tungumálakennslu og mikilvægi hans. Fjallað er um leiki sem kennsluaðferð og mikilvægi við val þeirra í tungumálakennslu. Einnig er fjallað um Verkefnamiðað nám og markmið leikjanna eru borin saman við markmið Aðalnámsskrár sem glögglega sýnir gott samræmi þar á milli og hvernig má með notkun leikjanna ná fram þar settum markmiðum. Að lokum er að finna leikjasafn þar sem hægt er að finna úrval leikja og æfinga fyrir munnlega tungumálakennslu.
    Helstu niðurstöður eru að leikir eru mikilvægur þáttur í þroska barna og hafa jafnframt félagslegt gildi fyrir börn. Með notkun leikja í kennslu er hin venjubundna kennsla brotin upp og vinnulag verður afslappaðra. Með tilkomu leikja í tungumálakennslu er jafnframt hægt að efla munnlega færni nemenda á erlenda málinu með skemmtilegum leikjum sem nemendum finnst gaman og áhugavert að vinna með og stuðla þannig að áhuga og virkni nemenda í skólastarfinu.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marin_Lokaverkefni_V2010_Marin-1 -athugasemdir Michaels.pdf264.31 kBLokaðurHeildartextiPDF