is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6437

Titill: 
  • Hodgkin eitilfrumukrabbamein á Íslandi. Klínísk og meinafræðileg rannsókn
  • Titill er á ensku Hodgkin lymphoma in Iceland. A clinico-pathological study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur
    Hodgkin eitilfrumukrabbamein (Hodgkin lymphoma, HL) er sjaldgæft krabbamein og er aldursstaðlað nýgengi 2-3 per 100.000 íbúa í hinum vestræna heimi. Það er flokkað í fimm flokka sem eru ólíkir varðandi meinafræðilega og klíníska hegðun. Æxlisfruman, Reed-Sternberg fruma, er af B frumu uppruna og myndar hún innan við 1% af æxlinu. Á síðastliðinni hálfri öld hefur HL farið frá því að vera ólæknandi í að vera oftast læknanlegur sjúkdómur með fimm ára lifun yfir 80%. Helsta meðferðin er samsett krabbameinslyfjameðferð stundum ásamt staðbundinni geislameðferð.
    Efni og aðferðir
    Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá Íslands um alla þá sem greindust með HL frá 1990-2005. Sjúkraskrár voru yfirfarnar og klínískum og meðferðartengdum upplýsingum safnað. Vefjasýni úr eitlum voru yfirfarin, gert tissue microarray og ónæmisfræðilegar litanir á sýnum framkvæmdar fyrir CD30, CD15, CD20, CD45, CD3, CD5, LMP1, MUM1, bcl-2 og bcl-6. Einþáttalifunargreining var gerð með Kaplan-Meier aðferð og hópar bornir saman með log-rank prófi. Fjölþáttalifunargreining var gerð með Cox líkani. Samanburður á hópum var gerður með Kí-kvaðrat prófi eða Fisher's-Exact prófi. Samanburður á meðaltölum var gerður með tvíhliða t-prófi. Niðurstöður voru taldar marktækar ef p<0.05.
    Niðurstöður
    Alls voru 105 sjúklingar greindir með HL og aldursstaðlað nýgengi því 2.05 per 100.000 íbúa. Rannsóknin sýndi að á Íslandi er nýgengi hæst hjá ungum fullorðnum og eftir 70 ára aldur. Kynjahlutfallið var þrír karlar fyrir hverjar tvær konur. Algengasti vefjaundirflokkurinn var nodular sclerosis. Tjáning fyrir mótefnavökum í klassískum HL sjúkdómi var eftirfarandi: CD30 95%, CD15 52%, CD20 15%, LMP1 23%, MUM1 87% og bcl-2 36%. MOPP/ABVD lyfjameðferð var algengust á fyrri hluta tímabilsins en ABVD á seinni hluta tímabilsins. Notkun geislameðferðar breyttist á tímabilinu, þannig að bæði geislasvæðin og geislaskammturinn minnkuðu. Háskammtalyfjameðferð og stofnfrumuígræðsla var gerð í sjö sjúklingum. Fimm ára lifun var 81%. Í einþáttalifunargreiningu voru eftirfarandi þættir tengdir verri lifun: kvenkyn, aldur 60 ára og eldri, sjúkdómur á stigi III/IV, sjúkdómur neðan þindar, undirflokkar aðrir en nodular sclerosis eða mixed cellularity og tap á MUM1 tjáningu. Í fjölþáttalifunargreiningu voru eingöngu hækkandi aldur og fyrirferðarmikill sjúkdómur tengdir verri lifun en CD15 tjáning var mögulegur verndandi þáttur.
    Ályktanir
    HL á Íslandi er svipaður sjúkdómur og HL í öðrum vestrænum löndum hvað varðar klíníska og meinafræðilega þætti. Meðferðin hefur fylgt því sem er viðurkennt á hverjum tíma. Niðurstöður úr ónæmisfræðilegum litunum fylgja að mestu niðurstöðum eins og sést hafa í öðrum rannsóknum. Þær niðurstöður eru þó mjög mismunandi og þyrftu aðferðir við túlkun að vera betur staðlaðar. Lág dánartíðni olli því að erfitt var að finna forspárþætti fyrir horfur. Hækkandi aldur var þó sterkur neikvæður forspárþáttur og fyrirferðarmikill sjúkdómur mögulegur neikvæður áhættuþáttur. Tjáning á MUM1 og CD15 voru hugsanlegir jákvæðir forspárþættir en klínískt gildi þeirra þyrfti að sannreyna í stærri rannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    Indroduction
    Hodgkin lymphoma (HL) is a rare malignancy with an incidence of 2-3 per 100.000 in the developed world. It is classified into five categories that differ in their clinical presentation and morphology. The malignant cell, the Reed-Sternberg cell, is of B-cell origin and composes approximately 1% of the tumour mass. HL has in the last 50 years gone from being a universally fatal disease to a highly curable one, with over 80% five year survival. The mainstay of therapy is chemotherapy, sometimes followed by local radiation therapy.
    Methods and Material
    All patients diagnosed with HL in the years 1990-2005 were identified in the Icelandic Cancer Registry. Clinical and treatment related information was collected and lymph node biopsies examined. Tissue microarray blocks were made and immunohistochemical staining performed for CD30, CD15, CD20, CD45, CD3, CD5, LMP1, MUM1, bcl-2 and bcl-6. Survival analysis was done using Kaplan-Meier curve and groups compared using the log-rank test. Multivariate analysis was done using the Cox proportional hazard model. Comparison of groups was made with the Chi-squared-test or the Fisher's-Exact test, comparison of means was done with the Student's-t-test. Results were considered significant if p<0.05.
    Results
    There were 105 patients diagnosed with HL in Iceland, making the age standardized incidence 2.05 per 100.000. A bimodal age curve was seen with one peak for young adults and the other after 70 years. The male:female ratio was 3:2. The most common histological subtype was nodular sclerosis. Expression of antigens in classical HL was as follows: CD30 95%, CD15 52%, CD20 15%, LMP1 23%, MUM1 87% and bcl-2 36%. MOPP/ABVD was the most used chemotherapy in the first half of the period and ABVD in the second half. The form of radiation therapy changed, with radiation field and dose decreasing with time. Seven patients had high dose chemotherapy with autologus stem cell transplantation. Overall five year survival was 81%. In univariate analysis the following factors were associated with worse survival: female gender, age 60 years and higher, stage III/IV disease, infradiaphragmatic disease, other subtype than nodular sclerosis and mixed cellularity, and lack of MUM1 expression. In the multivariate analysis only age and bulky disease were associated with worse survival and CD15 was a possible positive prognostic factor.
    Conclusion
    HL in Iceland is similar to HL in other Western countries with regard to both clinical and histological factors. Treatment modalities have followed what is considered the accepted standard of care. Results from the immunohistochemical staining are similar to other reports however results are highly variable between studies, as is criteria of interpretation. Low mortality rate in the study made it hard to find prognostic factors and only increasing age was found to be the strong negative prognostic factor although bulky disease was a probable negative prognostic factor. MUM1 and CD15 expression were possible positive prognostic factors but need to be validated in a larger cohort.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Landspítala, Samtök krabbameinsrannsókna á Íslandi, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Milli himins og jarðar
Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersritgerd.Hallgerdur.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna