is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6441

Titill: 
  • „Hver er þynnsta bókin sem þú átt?“ : hver eru tengslin á milli skólasafna og skólastarfs í grunnskólum Fjarðabyggðar, fer þar fram kennsla eða snýst starfið um þjónustu yfir borðið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hlutverk skólasafna í starfi grunnskóla og kannað
    hvernig starfi safna er háttað í grunnskólum Fjarðabyggðar. Höfundur fjallar um
    áherslur stjórnvalda í þessum málum og rýnir í lög og reglugerðir sem lúta að
    þessum málaflokki. Ákvæði í lögum þessa efnis að safn skuli vera í hverjum
    skóla, hvarf með nýjum grunnskólalögum árið 2007 og nú sjáum við frekar orðin
    upplýsingamennt og upplýsingalæsi í aðalnámskrá.
    Fjallað er um skilgreiningar á hugtakinu upplýsingatækni og hver merking þess er
    samkvæmt aðalnámskrá. Í aðalnámskrá eru aldurstengd markmið nefnd og er
    upplýsinga- og tæknimennt skipt í þrennt, upplýsingalæsi, tæknilæsi og
    menningarlæsi.
    Höfundur hefur í námi sínu farið í vettvangsferðir í grunnskóla á
    höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra eru með ríka safnahefð og þar er vinna á safni
    orðin stór hluti af skólastarfinu. Þar vinna nemendur og kennarar að ýmsum
    verkefnum með safnakennara. Í ljósi þessa ákvað höfundur að gera könnun á
    starfsemi skólasafnanna í Fjarðabyggð, sinni heimabyggð. Mikil uppbygging
    hefur átt sér stað í grunnskólum sveitarfélagsins og eru flest öll söfnin í nýju eða
    nýlegu húsnæði. Í ritgerðinni er fjallað um vinnuaðstæður og starfsemi á þessum
    söfnum. Hlutverki starfsmanna og samvinnu þeirra við kennara skólanna er lýst.
    Byggt er á viðtölum við starfsmenn safnanna, miðstigskennara skólanna,
    heimsóknum í skólana fjóra og athugunum á vefefni og skólanámskrám.
    Helstu niðurstöður eru þær að skólarnir eru ekki að nota skólasöfnin sem hluta af
    skólastofunni. Mjög oft er skólasafnið eingöngu notað til útlána og lítil sem engin
    áhersla er á að kenna nemendum að nota leitarvélar. Í flestum skólanna er lítil sem
    engin áhersla lögð á markvissa kennslu í upplýsingalæsi, frekar er áhersla lögð á
    upplýsingatækni. Einnig hlýtur það að vera umhugsunarefni að allir kennararnir,
    sem rætt var við, utan einn kunnu ekki að nota leitarkerfi safnsins.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6441


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð2.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna