is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6461

Titill: 
  • Nám í formi listgreina
  • Nám í formi listgreina : handbók um tauþrykk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta skiptist í tvo hluta, greinagerð og hugmyndabók í tauþrykki. Markmiðið með greinagerðinni er að finna svör við því hvers vegna listsköpun er svo mikilvæg fyrir nemendur. Höfundur telur að með því að útskrifast sem textílkennari eigi hann að kunna að beita fyrir sig fræðilegri þekkingu til að segja frá gildi og nauðsyn textílkennslu. Hann telur að með því að kenna fagið beri honum að gæta hagsmuna þess og þurfi því að geta fært rök fyrir nauðsyn þess að kenna textílmennt. Þar af leiðandi hefur verið dregið saman í greinagerðinni þeir helstu þættir sem höfundi þótti áhugaverðir í námi og tengt þá við listgreinakennslu og þá einkum textílkennslu. Í Aðalnámsskrá grunnskóla er heilmikill fróðleikur um hagnýti listgreinakennslu og er hluti af því tekin saman í greinagerðinni. Samvinna og samþætting er eitt af því sem komið er inn á sem og hugmyndir nokkurra fræðimanna um hugsmíðahyggju og hvernig þeir halda því fram að nemendur byggi upp myndir í huganum. Gert er grein fyrir vinnupallahugmynd L.S.Vygotski og hvernig þær hugmyndir styrkja námsgetu nemenda og hvernig listnám getur eflt bóknám. Til að ná fram því besta úr hverjum einstaklingi þarf að einstaklingsmiða kennslu og námsmat og gerir höfundur grein fyrir þeim hugmyndum og þróunarvinnu sem hann tók þátt í varðandi fjölbreytt námsmat.
    Í hugmyndabókinni eru sýnishorn af einum þætti af mörgum innan textílmenntar, tauþrykki. Þar eru sýnishorn af ýmsum aðferðum og leiðum í tauþrykki og sýnt að innan hverrar leiðar er einfalt að skapa sinn eigin stíl, bæta við og breyta. Hugmyndin að bókinni er að safna saman þekkingu höfundar og setja saman í eina bók svo hugmyndirnar glatist ekki. Þetta er ekki kennslubók heldur nokkurskonar hugmyndabók þar sem útskýrðar eru ákveðnar aðferðir sem hægt er að nota á fjölbreyttan hátt og henta vel í sköpunarstarfi í listgreinakennslu. Megináherslan er textílmennt en þó eru margar aðferðir sem virka einnig í smíðum, myndmennt og jafnvel almennri kennslu.

Samþykkt: 
  • 12.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerð.pdf549.54 kBLokaðurGreinargerðPDF
Tauþrykk.pdf5.96 MBLokaðurHandbók um tauþrykkPDF