is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6491

Titill: 
  • Samband líkamlegrar virkni og sjálfsálits við áfengisneyslu og reykingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afleiðingar neyslu áfengis og annarra vímuefna eru ótvíræðar. Rannsóknir hafa á undanförnum árum beinst að því að skoða hvaða þættir ýta frekar undir neyslu vímuefna og hvort hægt sé að skýra áfengis og vímuefnanotkun í þeim tilgangi að draga úr slíkri hegðun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl áfengis- og tóbaksneyslu við líkamlega virkni og sjálfsálit einstaklinga. Til þess að mæla áfengisneyslu þátttakenda var notaður kvarði til að mæla áfengissýki (AUDIT) og þá var einnig spurt hvort þátttakendur reyktu eða ekki. Sjálfsmatskvarði Rosenberg var notaður til að mæla sjálfsálit þátttakenda og líkamleg virkni þátttakenda var metin út frá spurningum um líkamsrækt og íþróttaiðkun. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 226 nemendur í Háskóla Íslands, 153 konur og 73 karlar. Niðurstöður gefa til kynna að ekki sé hægt að spá fyrir áfengisneyslu og reykingum út frá líkamlegri virkni. Þeir sem stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri en aðrir til þess að reykja sígarettur. Þá voru þátttakendur með hátt sjálfsálit ólíklegri til þess að neyta áfengis en þátttakendur með lágt sjálfsálit.°
    Lykilorð: Líkamleg virkni.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa - BA verkefni.pdf406.08 kBLokaðurHeildartextiPDF