is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6520

Titill: 
  • Næring leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börn á Íslandi eyða stórum hluta dagsins inn á leikskóla. Þar borða þau einnig stóran hluta af fæðu sinni yfir daginn. Miklu máli skiptir að sú fæða sem leikskólabörn fá inni á leikskólanum sé góð og næringarík. Lýðheilsustöð gaf út handbók árið 2009 er nefnist Ráðleggingar fyrir leikskólaeldhús. Í handbókinni er að finna ýmsan fróðleik um góða og holla næringu handa leikskólabörnum. Þar eru meðal annars upplýsingar um orku- og næringarþörf barna yfir daginn. Með því að fylgja þessum ráðleggingum má koma í veg fyrir næringarskort barna sem og minnka líkur á sjúkdómum seinna meir. Með fjölbreyttri og rétt samsettri fæðu má líka tryggja að börnin fái þau næringarefni og orku sem þau þurfa yfir daginn. Bæklingur þessi er hjálplegur öllum þeim sem vinna í leikskólaeldhúsi og hanna matseðla fyrir börn.
    Í ritgerðinni fjalla ég um næringu leikskólabarna og helstu áherslur varðandi hana. Að mörgu er að huga þegar kemur að næringu barna og spila þar margir þættir inn í eins og leikskólinn, kennarar, foreldrar og almennt félagslegt umhverfi barnanna. Einnig mun ég í þessari ritgerð kanna matseðla á fjórum leikskólum landsins. Matseðlana mun ég skoða á netinu og meta þá út frá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Spurningar er varða ráðleggingar hennar eru hafðar til hliðsjónar þannig að hægt sé að meta í lokin hvort leikskólarnir fari eftir þeim þegar matseðlar þeirra eru hannaðir. Í lok ritgerðar er svo hægt að greina niðurstöður og meta stöðu leikskólanna þegar næring leikskólabarna á í hlut. Niðurstöðurnar eftir að hafa skoðað matseðla gáfu til kynna að þessir tilteknu leikskólar fara almennt eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar þegar þeir hanna sína matseðla.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fyrir skemmuna.pdf322.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna