EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6523

Title
is

Góð bók er gulli betri : hvernig eru barnabókmenntir nýttar í skólastarfi til að auka lesskilning og lestraránægju nemenda?

Submitted
April 2010
Abstract
is

Í lokaritgerð þessari til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræðum er fjallað um gildi barnabóka í menntun og uppeldi barna. Gerð var rannsókn á notkun barnabókmennta í tveimur grunnskólum. Tilgangurinn var að skoða hvað gert væri í skólum til að efla áhuga nemenda á lestri og auka lesskilning þeirra í ljósi rannsókna um minnkandi lestraráhuga ungmenna á Íslandi og rannsókna sem sýnt hafa fram á sterk tengsl lestraránægju og lesskilnings. Viðtöl voru tekin við skólastjóra og bókasafnskennara í báðum skólunum og tvo kennara og þrjá nemendur úr einni bekkjardeild úr hvorum skóla, öðrum bekk og sjötta bekk. Einnig fór fram stutt athugun á kennslu í hvorum skóla þegar unnið var með barnabækur. Helstu niðurstöður sýna að mikið er gert í skólunum til að efla áhuga nemenda á lestri og auka lesskilning, þó heldur meira í öðrum bekk en sjötta. Þátttakendur í rannsókninni hafa góðan skilning á því hve lestur góðra bóka getur haft mikil jákvæð áhrif á þróun máls og orðaforða, lesskilning og almennan þroska nemenda, þó alltaf sé hægt að gera betur.
Lykilorð: Lestraránægja.

Accepted
14/10/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Góð bók er gulli b... .pdf266KBLocked Complete Text PDF