is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6528

Titill: 
  • Húmor leikskólabarna : rannsókn á húmor í frjálsum leik barna í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á húmor drengja og stúlkna, hvort drengir skapi frekar sinn húmor og reyni að vera fyndnir en stúlkur. Auk þess að kanna hvort hægt væri að tengja kímnigáfu barnanna við þroskastig McGhee´s. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um húmor, helstu kenningar sem settar hafa verið fram um húmor fullorðinna, þær kenningar sem stuðst hefur verið við í rannsóknum á húmor barna og hvernig húmor barna tengist vitsmunaþroska þeirra. Í seinni hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir rannsókn minni á frjálsum leik barna.
    Þátttakendur í rannsókninni voru fjórtán börn fædd 2005 og 2006, sex drengir og átta stúlkur. Rannsóknin var vettvangsathugun þar sem fylgst var með börnunum í frjálsum leik og athugasemdir skráðar. Meðal þátttakenda í rannsókninni, sköpuðu drengir fæddir 2006 og stúlkur fæddar 2005 mest af sínum húmor sjálf en stúlkur fæddar 2006 sýndu oftast viðbrögð við húmor annarra. Kímnigáfa flestra barnanna í rannsókninni féll einnig að þriðja stigi McGhee´s.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal_Hugrun_Lukka_Gudbrandsdottir.pdf426.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna