EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6551

Title
is

Einelti og stríðni í garð íslenskra grunnskólabarna sem stama

Submitted
April 2010
Abstract
is

Stríðni og/eða einelti getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem fyrir því verður. Fyrir einstakling sem stamar geta þessar afleiðingar verið enn alvarlegri. Auk áhrifa á vanlíðan og kvíða getur stríðnin og/eða einelti aukið stamið og aðrar neikvæðar tilfinningar sem stundum fylgja því. Það getur jafnvel orðið til þess að barnið dragi sig í hlé og neiti að tala. Þá missir barnið af mikilvægum tækifærum til félagslegra samskipta sem hefur svo áhrif á alhliða þroska þess.
Erlendar rannsóknir benda til þess að börn sem stama séu líklegri til þess að verða fyrir einelti en önnur börn. Hér eftir verður vísað í barn og börn sem stama sem BSS. Sökum þess hve afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar var ákveðið að skoða hvort þetta ætti við um Ísland. Var lögð spurningakönnun fyrir sjö grunnskólanemendur víðsvegar um landið. Þessir sjö nemendur áttu það sameiginlegt að stama og hafa leitað til talmeinafræðings. Erfitt reyndist að nálgast þátttakendur þar sem viðfangsefnið er mjög viðkvæmt og því er úrtakið lítið.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einelti í garð BSS eigi sér stað hér á landi líkt og erlendis, en þó ekki í jafn miklu mæli. Niðurstöður benda til þess að flestir hafi þó orðið fyrir einhverri stríðni vegna stamsins en fimm af sjö segja að skólafélagar hafi hermt eftir staminu. Einnig virðist skólakerfið taka á málunum þar sem einelti átti sér stað því kennarinn hafði í þessum tilvikum talað við bekkinn um stam. Á Íslandi er í mörgum tilvikum unnið með einelti út frá Olweusaráætluninni en hún hefur borið mikinn árangur hérlendis.
Til er eineltisáætlun sem hefur verið þróuð sérstaklega fyrir BSS og kallast TAB-áætlunin. Áætlunin snýst um að breyta viðhorfum barna til eineltis og BSS og koma þannig á andrúmslofti sem einkennist af virðingu fyrir náunganum og sjálfum sér. Þessi áætlun á margt sameiginlegt með Olweusar-áætluninni og því má ætla að hún geti einnig borið árangur hér á landi. Hún snýr sérstaklega að BSS og því leggja höfundar til að kennarar kynni sér hana ef þeir eru með BSS í bekknum en gott gæti verið að nota þessar áætlanir saman.

Accepted
14/10/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaverkefni_AS_SE... .pdf971KBOpen Complete Text PDF View/Open