is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6562

Titill: 
  • Íslensk kvennaknattspyrna fyrstu árin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð fjallar um upphaf íslenskrar kvennaknattspyrnu á Íslandi. Tilgangur hennar er að fræða almenning um íslenska kvennaknattspyrnu, því ekki hefur verið skrifað mikið um hana og er ætlunin að fá ritgerðina birta sem grein. Rannsóknarspurningar mínar voru: Hvernig hófst íslensk kvennaknattspyrna og hvernig voru viðtökur almennings, þátttaka og áhorf?
    Knattspyrna á rætur sínar að rekja allt til forna. Það má sjá að í Íslendingasögum voru menn að spila knattleik. Knattspyrnan sem við þekkjum í dag kom svo til Íslands með skoskum prentara sem hét James Ferguson og kenndi ungum piltum knattspyrnu á 19. öld. Fyrsta íslenska knattspyrnufélagið var svo stofnað árið 1899. Konur koma ekki við almennilega við sögu íslenskrar knattspyrnu fyrr en árið 1963, en áður höfðu nokkrar stelpur á Ísafirði byrjað að spila knattspyrnu en það stóð ekki yfir nema í tvö til þrjú ár. Einnig voru nokkrar stelpur byrjaðar að æfa knattspyrnu árið 1915 með Víkingi en það var sama sagan og hjá stelpunum á Ísafirði. Það var sem sagt ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem íslensk kvennaknattspyrna byrjaði af einhverri alvöru en það er fyrst árið 1968 sem handboltastelpur í Fram og KR fara að keppa sín á milli í óformlegum knattspyrnuleikjum.
    Fyrsti alvöru kvennaknattspyrnuleikurinn var svo árið 1970, þegar lið Keflavíkur og Reykjavíkur kepptu á undan karlalandsleik á Laugardalsvelli. Kvennalandsliðið var svo ekki stofnað fyrr en árið 1981, eða 11 árum eftir að fyrsti alvöru leikurinn hafði átt sér stað. Ári seinna fór svo íslenska kvennalandsliðið í fyrsta skipti út fyrir landsteinana þegar það tók þátt í Evrópumótinu. Það gekk reyndar ekki alveg eins og í sögu í þessu fyrsta móti, því liðið tapaði öllum leikjunum nema einum og gerði eitt jafntefli. Eftir þetta mót var ákveðið að leggja niður íslenska kvennalandsliðið en stelpurnar mótmæltu því og var því haldið áfram með starf landsliðsins. Íslenska kvennalandsliðið hefur náð mjög langt á síðustu árum og er alltaf á uppleið.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslensk kvennaknattspyrna.pdf342.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna