is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6609

Titill: 
  • Unglingar og meðferðaúrræði : Götusmiðjan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildarritgerð ætla ég að fjalla um meðferðarheimilið Götusmiðjuna sem staðsett er að Brúarholti 801 á Selfossi. Ég mun fjalla um sögu Götumsmiðjunnar og hugmyndafræðina. Uppruni Götusmiðjunnar er langur og áhugaverður. Í þessari ritgerð verður reynt að gefa nákvæma sýn á starfsemina eins og hún er í dag og hvaða aðferðir eru notaðar til þess að ungmenni sem koma í meðferð nái bata. Leitast er við að svara þeim spurningum sem ég lagði upp með en þær eru um það hvernig starfsemi Götusmiðjan er, hvað hugmyndafræði er stuðst við og hvernig er Götusmiðjan frábrugðin öðrum meðferðarstofnunum.
    Götusmiðjan hefur tileinkað sér hugmyndafræði sem er samansett af mörgum mismunandi kenningum og má þar nefna tólf spora vinnu (12-steps program), lífsleikni (Life skills) einstaklingsmiðaðri meðferð (Client-Centered therapy/ Personal centre therapy), hugrænni atferlismeðferð (cognitive-behavioral therapy) og EFT (emotinal foucused therapy). Meðferðarnálgun Götusmiðjunnar byggist á þessum hugmyndafræðum og húmanískri sýn á manninum. Leitast er við í þessari ritgerð að kynnast hugmyndafræðinni og kynnast þessari sjálfstæðu starfsemi.
    Allir þeir einstaklingar sem koma í meðferð í Götusmiðjuna eru kallaðir nemendur en ekki skjólstæðingar eða sjúklingar og eru þeir titlaðir nemendur í þessari ritgerð. Með þessu er lögð áhersla á að þau séu að læra að vera einstaklingar án áfengis og/eða annarra vímuefna og að læra að hafa stjórna á tilfinningum sínum. Meðferð í Götusmiðjunni er ætlað að vera lærdómsrík.
    Unglingsárin geta verið ruglingsleg, þar sem einstaklingar eru að móta sjálfsmynd sína og eru að uppgötva allskonar tilfinningar sem þau hafa ekki þekkt áður. Þegar unnið er með unglingum er mjög mikilvægt að sýna virðingu í samskiptum og gefa þeim tækifæri á að takast á við þær tilfinningar og fíkn sem þau eru að glíma við.
    Í stuttu máli er starfsemi Götusmiðjunnar frábrugðin öðrum meðferðarstofnunum að því leiti að hún lítur á fíkn ekki sem sjúkdóm heldur þráláta hegðun. Meginmarkmið hennar er að skapa tilfinningatengsl við nemendur sem byggir á virðingu, hlýju, kærleik og viðleitni.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-rigerðin mín_2.pdf480.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna