is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6631

Titill: 
  • Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir; samvinna heimilis og skóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tjáskipti eru mikilvæg fyrir þroska mannsins og vellíðan og það þarf að leita allra leiða til að gera tjáskipti möguleg fyrir alla. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir eru þær leiðir sem notaðar eru til tjáskipta aðrar en talmál.
    Verkefnið okkar fjallar um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og samvinnu heimilis og skóla. Verkefnið samanstendur af fræðilegri ritgerð og niðurstöðum úr viðtalskönnun sem við framkvæmdum. Í viðtalskönnuninni tókum við viðtöl við fimm mæður barna í grunnskóla sem nota óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Niðurstöður viðtalskönnunarinnar leiddu í ljós að reynsla foreldra af samvinnu heimilis og skóla var almennt góð. Þeir þættir sem mæðurnar töldu mikilvæga í samvinnunni voru; foreldra- og teymisfundir, einstaklingsáætlanir, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun, samskiptabækur, traust og milliliðalaus samskipti. Við teljum að reynsla og skoðanir þeirra geti nýst einstaklingum sem nota óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, fjölskyldum þeirra og fagfólki sem umhugsunarefni um hvaða þætti er mikilvægt að hafa í huga í samvinnu heimilis og skóla.

Samþykkt: 
  • 18.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil í Skemmu.pdf596.08 kBLokaðurHeildartextiPDF