is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6643

Titill: 
  • Siðfræðileg álitamál tengd erfðabreyttum matvælum. Ógna erfðabreytt matvæli kröfunni um líffræðilega fjölbreytni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um siðferðileg álitamál tengd erfðabreyttum matvælum og áhrif erfðabreyttra matvæla á líffræðilega fjölbreytni. Fjallað verður um erfðabreytt matvæli, merkingu hugtaksins líffræðileg fjölbreytni og tenginguna þar á milli. Könnuð verða þau rök sem færð hafa verið fyrir því að ræktun erfðabreytra plantna stuðli að rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni. Fjallað verður um gagnrýni á vestræna þekkingu og vestræn vísindi sem gerðu erfðabreytingartæknina mögulega, áhrif tækninnar á staðbundna menningu í þróunarlöndum og stöðu alþjóðlegra fyrirtækja í ræktun á erfðabreyttum plöntum. Í því samhengi er að mestu stuðst við hugmyndir Vandana Shiva og William Engdahl. Í framhaldi af því verður fjallað um rök Anthony Trewavas og talsmanna Monsanto sem er eitt stærsta líftæknifyrirtækið í heiminum í dag, sem styðja ræktun erfðabreyttra matvæla. Rök fyrir ræktun erfðabreyttra plantna eru meðal annars rannsóknir sem sýna að ræktun erfðabreyttra plantna geti valdið minni rýrnun á líffræðilegri fjölbreytni en ræktun hefðbundinna plantna og að tæknin gæti skipt mannkynið miklu máli, sérstaklega fyrir fólk í þróunarlöndum, sem leið til að sporna gegn hungursneyð, næringarskorti og jafnvel sjúkdómum. Af þessu sést að afstaðan til erfðabreyttra matvæla skiptist í tvö horn. Meðan svo er væri æskilegt að stöðva ræktun á plöntunum þar til fleiri rannsóknir hafa verið gerðar og meiri upplýsingar liggja fyrir um langtíma áhrif erfðabreyttra lífvera á umhverfi sitt. Erfitt er þó að segja til um hvenær rannsóknir eru nægjanlegar og ekki eru allir sammála um að fleiri rannsókna sé þörf. Stöðvun á ræktun þessara plantna gæti einnig reynst dýrkeypt ef ræktun þeirra veldur minni skaða á umhverfinu en hefbundnar tegundir og ef þær geta gefið af sér meiri uppskeru og þannig stuðlað að aukinni framleiðslu fæðu í heimi þar sem fólki fjölgar ört.

Samþykkt: 
  • 20.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LF_Erfdabreytt.pdf67.27 kBLokaðurHeildartextiPDF