is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/667

Titill: 
  • Þegar Katla gýs : viðbúnaðaráætlun fyrir leikskólann Suður-Vík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð hefur höfundur unnið viðbúnaðar- og viðbragðsáætlun fyrir leikskólann
    Suður-Vík, byggða á þekkingu á eðli eldstöðvar undir Mýrdalsjökli sem ber heitið Katla.
    Jarðfræði hennar og saga fyrri gosa hefur gert yfirvöldum kleift að hanna viðbragðs- og
    viðbúnaðaráætlanir sem grípa þarf til ef/þegar gos í Kötlu hefst. Slíkar áætlanir ná
    hinsvegar nær einungis til ytra umhverfis, en ekki innra skipulags stofnanna á borð við
    leikskóla sveitarfélagsins.
    Náttúrufegurðin í Mýrdalnum er einstök og íbúar svæðisins öfundsverðir af
    búsetu sinni. En þrátt fyrir friðsæld og stóíska ró, sem oft er sögð einkenna Skaftfellinga,
    vita Mýrdælingar vel af ógninni sem þeir búa við. Þessi ógn er sú, að undir jöklinum sem
    yfir sveitinni gnæfir, kraumar eldstöðin Katla. Eldstöðin á sína sérstöku jarðfræðisögu og
    samkvæmt gossögu hennar getur hún gosið hvenær sem er. Vísindamenn fylgjast vel með
    hegðun eldstöðvarinnar og gera viðvart ef vart verður við óróleika innan hennar sem
    benda til goss. Þá fara í gang hinar ýmsu áætlanir á vegum stjórnvalda, til að auka öryggi
    íbúa svæðisins við slíkar nátúruhamfarir. Sú ógn sem stafar af því að búa í nágrenni
    Kötlu má ekki gleymast og viðbúnaður og fræðsla fyrir hverja kynslóð þarf að vera í örri
    þróun. Íbúum til hægðarauka í því starfi hefur sú kynslóð sem uppi var við síðustu gos
    skráð greinargóðar lýsingar á fyrri gosum, sem kynslóðin sem tekin er við núna getur nýtt
    sér við viðbúnaðarstörf á svæðinu. Síðast varð gos í Kötlu árið 1918 og er í dag árið
    2007, talað um, að það sé komin tími á næsta gos. Nýverið fór fram æfing á þeim
    viðbúnaði sem í gang fer ef gos virðist yfirvofandi og við þá vinnu sá höfundur vankanta
    á viðbúnaði innan leikskóla byggðarlagsins og ákvað því til bóta, að vinna að gerð
    viðbúnaðar- og viðbragðsáætlunnar fyrir leikskólann. Einnig vann höfundur þemaverkefni
    í leikskólanum í góðu samstarfi við björgunarsveit staðarins, til að kynna
    börnunum þá aðila sem munu verða mest áberandi ef kemur til viðbúnaðar- og hættustigs
    í þorpinu. Það er mat höfundar að nauðsynlegt sé að viðhalda reglulegu viðbúnaðarstarfi
    meðal íbúa svæðisins. Sífellt kemur ný kynslóð þessara íbúa, sem þarf að tileinka sér það
    að búa með eldstöðina Kötlu í miklu návígi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlitpdfskjal.pdf41.56 kBOpinnÞegar Katla gýs - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heildarpdf.pdf2.35 MBTakmarkaðurÞegar Katla gýs - heildPDF
Heimildaskrápdfskjal.pdf84.44 kBOpinnÞegar Katla gýs - heimildarskráPDFSkoða/Opna
Útdrátturpdfskjal.pdf56.87 kBOpinnÞegar Katla gýs - útdrátturPDFSkoða/Opna