is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6686

Titill: 
  • Annarra manna börn : viðhorf starfsmanna á stofnunum barnaverndaryfirvalda til eigin starfs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er könnuð sýn starfsmanna, sem starfa á stofnunum barnaverndaryfirvalda, á eigið starf. Við rannsóknina er beitt aðferðum eigindlegrar rannsóknarhefðar. Fræðilegt sjónarhorn rannsóknarinnar er valið út frá fyrirbærafræðinni. Gagna var aflað með viðtölum við sjö þátttakendur sem höfðu fremur langa starfsreynslu. Markmiðið með rannsókninni var að öðlast skilning á því hvernig þátttakendur skynja hlutverk sitt og starf og að skoða áhrif Breiðavíkurumræðunnar á viðhorf þeirra til starfsins. Tilgangurinn var að öðlast frekari vitneskju um hvernig stuðningur þætti gagnlegur í starfinu sem og að ljá þessum hópi rödd í umræðunni.
    Niðurstöður benda til þess að þátttakendur telja starfið vera ólíkt öðrum störfum, þar sem vinnudagurinn er ófyrirsjáanlegur, þeir beri mikla ábyrgð á annarra manna börnum og að þeir séu sjálfir „verkfærin“ í vinnunni. Starfið kallar á mikla nánd við skjólstæðinga og þétt samstarf í starfsmannahópnum. Starfið felur jafnt í sér umsjá sem svipar til foreldrahutverksins sem og fagleg viðbrögð við óvæntum atburðum og vegna vanda barnanna. Starfið er flókið og krefst þekkingar, reynslu, menntunar og endurmenntunar til að auka líkur á árangri, starfsánægju og faglegu sjálfstrausti. Besti stuðningurinn er talinn vera sá stuðningur sem samstarfsfólk veitir í vinnunni og stuðningur þeirra sem sjálfir hafa reynslu af slíkum störfum. Tengsl við skjólstæðinga og árangur eru þeir þættir sem veita einna mestu starfsánægjuna fyrir utan jákvætt starfsumhverfi þar sem góðir vinnufélagar skipta mestu. Jákvætt og skilningsríkt samstarf við starfsmenn yfirstofnana og barnaverndarnefnda og við foreldra var þeim mikilvægt. Breiðavíkurumræðan vakti tilfinningalegt umrót en þátttakendur efuðust samt ekki um framlag sitt. Þeir töldu þó að betra væri að vinna eftir opnum og skýrum verkferlum til að geta sýnt hver viðbrögð þeirra eru í viðkvæmum aðstæðum. Rannsóknin bendir til að þátttakendur telji nauðsynlegt að afla sér fagmenntunar og endurmenntunar í þeim tilgangi að efla sig í starfi. Með auknum yfirráðum yfir sameiginlegum faglegum orðaforða telja þeir sig betur í stakk búna til að skila góðu starfi til hagsbóta fyrir skjólstæðinga sína. Sterkar vísbendingar eru um að margir starfsmenn líti á starfið sitt sem drjúgan þátt í sínu lífsstarfi og að þeir beri hag barnanna fyrir brjósti.

Samþykkt: 
  • 28.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Annarra manna börn.pdf787.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna