is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6689

Titill: 
  • Virkninámskeið fyrir ungt atvinnulaust fólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð og leiðbeiningar fyrir virkninámskeiði fyrir ungt atvinnulaust fólk sem Hafnarfjarðarbær notaði á árinu 2010.
    Mjög erfitt atvinnuástand hefur skapast á Íslandi frá haustinu 2008 og er atvinnuleysi mikið miðað við það sem áður var hér á landi, erfitt er fyrir fólk að fá vinnu og á ungt og ómenntað fólk sérstaklega erfitt með að fá atvinnu.
    Á árinu 2010 setti Félags– og tryggingamálaráðuneytið af stað verkefni sem heitir „Ungt fólk til athafna“ sem Vinnumálastofnun hefur umsjón með. Vinnumálastofnun óskaði í kjölfarið eftir samstarfsaðilum að verkefninu og er námskeiðið sem þessi greinargerð fjallar um hluti af því verkefni.
    Skipuð var nefnd á vegum Hafnarfjarðarbæjar sem fundaði með öllum stofnunum Hafnarfjarðar sem gætu lagt eitthvað að mörkum hvað framboð á þjónustu varðar. Vinnumálastofnun mun í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ greiða fyrir þau úrræði sem sett verða upp í Hafnarfirði. Tillagan að virkninámskeiðinu fór fyrir nefndina í gegnum Geir Bjarnason forvarnarfulltrúa Hafnarfjarðar og ber hann ábyrgð á verkefninu gagnvart Hafnarfjarðarbæ. Þörfin fyrir þessu námskeiði er mikil þar sem mikil hætta er á því að ungt fólk utan skóla og atvinnu finni fyrir depurð og meiri hætta er á að einstaklingar í þeirri stöðu leiðist í neyslu vímuefna frekar en jafnaldrar þeirra sem eru með vinnu eða í skóla.
    Miðvikudaginn 14. apríl var skýrsla nefndarinnar kynnt og tekin var ákvörðun að setja tvö verkefni strax af stað af þeim úrræðum sem hún kynnti. Annað verkefnið var atvinnuátak fyrir 16-18 ára unglinga og hitt verkefnið virkninámskeiðið sem hér verður fjallað um. Námskeiðið er þannig upp sett að þátttakendur njóta styrks af hvorum öðrum og er markmiðið að efla sjálfsmynd og þekkingu þátttakenda þannig að þeir verði betur í stakk búnir í sinni atvinnuleit. Í þessari greinagerð er hverjum dagskrárlið lýst og er hver dagskrárliður tengdur við kenningar fræðimanna.

Samþykkt: 
  • 28.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. verkefni greinargerð Gunnlaugur.pdf398.4 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Leiðbeiningar B.A. Gunnlaugur.pdf191.25 kBOpinnKennsluleiðbeiningarPDFSkoða/Opna