is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6885

Titill: 
  • Litróf búskapar og byggða: Fjölþættur landbúnaður á Íslandi
Útgáfa: 
  • September 2009
Útdráttur: 
  • Skýrslan greinir frá niðurstöðum rannsóknaverkefnis um breytingar á landbúnaði og annarri atvinnustarfsemi í sveitum á Íslandi. Þær eru settar í samhengi við stöðu landbúnaðar í nágrannalöndum og fræðilega umræðu. Tilgangurinn er að benda á leiðir til að auka möguleika landbúnaðarbyggða til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf. Sértæk markmið eru a) að kortleggja samsetningu tekjustofna fólks í sveitum; b) kanna reynslu bænda af nýbreytni í vöru og þjónustu; c) kanna viðhorf fólks í sveitum til framtíðarþróunar landbúnaðar og annars avinnulífs, og d) skoða mögulegt fyrirkomulag opinbers stuðnings við landbúnað og byggð í sveitum.
    Í landbúnaði erlendis gætir víða þróunar frá fremur einsleitri magnframleiðslu til fjölbreyttrar gæðaframleiðslu, sem oft er studd viðurkenndum vottunum. Jafnframt hefur starfsemi á býlum orðið fjölbreyttari. Bændur sækja sér tekjur af ýmsu, einnig með vinnu utan býlis. Fjölþætt hlutverk landbúnaðar, sem felur í sér margt fleira en framleiðslu á búvörum, er orðið lykilhugtak í umræðu um landbúnað og byggð í Evrópu.
    Á Íslandi er mikill munur á milli landshluta og héraða, sé litið til dreifingar landbúnaðar og stöðu byggðar í sveitum. Greina má milli kjarna- og jaðarsvæða. Mjólkurbúskap má í meira mæli finna á kjarnasvæðum þar sem magnframleiðsla og stærðarhagkvæmni eru ráðandi sjónarmið. Þess gætir í minna mæli á jaðarsvæðum þar sem sauðfjárrækt er ráðandi búgrein. Ýmsar félagslegar breytur hafa áhrif á nýsköpun í sveitum. Ábúðar- og eignarform, menntunarstig og félagsleg tengsl, og staða karla og kvenna innan býla er meðal þess sem máli skiptir.
    Gagnagrunnur rannsóknarinnar er þríþættur. Tekin voru eigindleg viðtöl á 46 býlum í upphafi rannsóknarinnar árið 2007. Spurningakönnun var síðan gerð meðal úrtaks bænda á landinu öllu 2008. Frekari spurningar voru lagðar fyrir úrtak bænda á þremur svæðum sumarið 2009 til að kanna umfang og eðli nýbreytni. Niðurstöður úr öllum þáttum eru raktar og greindar í skýrslunni.
    Því er haldið fram í skýrslunni að tengja þurfi saman landbúnaðar- og byggðastefnu í eina heild, þar sem áhersla er lögð á samþætta þróun sveitabyggða.

Styrktaraðili: 
  • Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Samþykkt: 
  • 3.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Litrof_Lokaskyrsla_sm.pdf7.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna