is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6888

Titill: 
  • Staða og réttarúrræði hluthafa í hlutafélögum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar hluthafi telur að brotið sé gegn rétti hans í hlutafélagi getur hann í ýmsum tilvikum leitað réttar síns með vísan til ákvæða í lögum um hlutafélög sem ætlað er að verja hagsmuni þeirra hluthafa sem ekki fara með meirihlutavald.
    Í þessari ritsmíð eru skoðuð þau ákvæði sem vernda minnihlutaeigendur fyrir misbeitingu meirihlutaeigenda við ákvarðanatöku í félaginu. Í þessu ljósi er farið sérstaklega í umfjöllun um ákvæði 76. og 95. gr., en þau eru almenn ákvæði sem gilda um bann við misbeitingu þeirra sem taka ákvarðanir í félögum, þ.e. hluthafafundar og stjórnar félagsins. Fram kemur í ritsmíðinni að erfitt er að leggja mat á það hversu mikla vernd ákvæðin eiga að veita en túlkun á ákvæðunum býður upp á ýmsa möguleika enda ákvæðin orðuð nokkuð almennt. Því er það í höndum dómstóla að ákveða hversu mikla vernd þau eiga að veita. Þegar skoðuð voru helstu dómafordæmi undanfarinna ára þá virðast dómstólar gera mun strangari kröfur um beitingu þessara ákvæða nú en fyrr.
    Í ritsmíðinni eru svo skoðuð þau réttarúrræði sem standa þessum hluthöfum til boða. Annars vegar eru skoðuð þau réttarúrræði sem fela í sér lausn fyrir þá hluthafa sem vilja vera áfram í hlutafélagi, þ.e. ógildingar- og skaðabótaúrræði og svo hins vegar þau úrræði sem fela í sér útgöngu hluthafa úr félagi, þ.e. sölu hlutafjár, kröfu um innlausn og kröfu um félagsslit. Nýleg dómafordæmi hafa vakið upp þá spurningu hvort að einstakir hluthafar geti sótt rétt sinn á grundvelli ógildingar- og skaðabótaákvæða. Þegar skoðuð er dómaframkvæmd undanfarinna ára, ásamt fræðiritum þá verður að telja að sá réttur sé til staðar. Hins vegar er ljóst að dómstólar leggja strangt mat á sönnun í slíkum málum og því mikilvægt að sá sem ætlar að sækja slíkan rétt vandi málatilbúnað.

  • Útdráttur er á ensku

    Should a shareholder perceive his rigths to be infringed in a company, the question arises wheater he is protected by the law and what he can do in this position.
    This thesis looks into those provisions that protect minority shareholders against majority´s abuse considering decisionmaking in the company. The 76.th and 95.th Article of the icelandic company law are specially rewied, but they are regarded as the general provisions governing the prohibition of abuse of decision makers in companies, at Shareholders´meetings and in the Board of Directors. In this thesis it is stated how difficult it is to assess just how much protection these provisions should provide but the interpretation of these provisions provide many opportunities because the wording of the provisions is general. It is therefor in the hands of the Courts to decide how much protection they should provide. When viewing the main court-precedent of the recent years the courts seem to make much more stringent requirements on the application of these provision now than before.
    In this thesis the possible solutions for the shareholders are viewed. On one hand there is a viewing of the possible solutions for those shareholders who wish to remain in the corperation, i.e. nullity and damages provisions, and on the other hand those solutions that include an exit for the shareholder from the corperation, i.e. Sales of shares, a require for redemption and a require for dissolution of the company. Recent Court-precedent have raised the question whether individual shareholders can apply right on the basis of nullity and damages provisions. When viewing the Court-precedent of recent years, along with literature one must assume that the right is available. However, it is clear that the courts impose a strict evaluation of the evidence in such matters and therefore it is important that shareholder who intends to seek his right before the courts must prepare the case well.

Samþykkt: 
  • 4.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna-Maria-Gisladottir_ML-2010.pdf559.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna