is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6900

Titill: 
  • Staðgöngumæðrun í lagalegu tilliti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um staðgöngumæðrun og álitaefni sem henni tengjast. Aðaláherslan er lögð á lagaleg álitaefni. Fjallað er um lagalegt umhverfi staðgöngu-mæðrunar á Íslandi, þróun þess og löggjöf ýmissa annarra þjóða. Einnig er greint frá niðurstöðum nýjustu rannsókna sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrun. Loks er leitað svara við því hvort mögulegt sé að fortakslaust bann gegn staðgöngu¬mæðrun í íslenskum lögum sé brot á jafnræðisreglunni. Niðurstöður sýndu að bann gegn staðgöngumæðrun leiðir af sér mismunun. Einstaklingum sem glíma við ófrjósemi er mismunað eftir því hvers kyns ófrjósemi þeir eiga við að glíma. Slík mismunun er þó ekki sjálfkrafa brot gegn jafnræðisreglunni, geti löggjafinnn sýnt fram á það að málefnaleg rök liggi að baki mismununinni, með tillit til meðalhófsreglunnar. Slík rök er hægt að færa fyrir banni gegn staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni, þar sem að hún getur leitt til þess að börn og líkamar kvenna séu gerðir að söluvöru. Hinsvegar sýna nýjustu rannsóknir á staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni fram á jákvæðar af¬leiðingar hennar fyrir alla aðila. Verður því ekki séð að sömu málefnalegu rök liggi að baki banni gegn staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og í hagnaðarskyni. Þörf er fyrir staðgöngu-mæðrun hér á landi og stjórnvöld geta ekki spornað við því að Íslendingar nýti sér úrræðið erlendis. Með skýrri löggjöf væri hinsvegar unnt að tryggja réttindi og skyldur staðgöngumóður, barns og verðandi foreldra, ásamt því að tryggja opinbert eftirlit með framkvæmdinni. Líkur eru á að staðgöngumæðrun sem velgjörð geti bætt lífsgæði og heilsu íslenskra þegna, án þess að ganga gegn hagsmunum annarra. Löggjafanum ber því að endurskoða fortakslaust bann gegn staðgöngumæðrun. Verði það ekki gert, er það skylda stjórnvalda að sýna fram á að að baki þeirrar mismununar sem leiðir af hinu fortakslausa banni, liggi málefnaleg sjónarmið með tilliti til meðalhófsreglunnar.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is about surrogacy and issues regarding surrogacy, with emphasis on legal issues. Also, it discusses the legal environment around surrogacy in Iceland and legislation on surrogacy in other countries. Furthermore it covers the findings of the latest researches on surrogacy. In addition it attempts to answer this question: Is it possible that the sheer ban against surrogacy, by Icelandic legislation, may be a violation of the principle of equality? Findings show that a sheer ban against surrogacy does in fact entail discrimination. As a result, individuals who suffer from infertility, tolerate discrimination based on the different sources behind their infertility. However, such discrimination is not always automatically a violation of the principle of equality, if the legislators can demonstrate an objective reasoning behind the discrimination, showing regards for the middle course principle. It can be reasoned that commercial surrogacy, should be band, because it can lead to children and the bodies of women beeing commercialized. On the other hand, latest researches show altruistic surrogacy as a positive solution. Therefore it can’t be seen that the same objective reasoning can apply to altruistic surrogacy. There Is a need for surrogacy in Iceland, and the Icelandic government can’t prevent their citizens, from exploiting surrogacy elsewhere. A clear and distinct legislation can insure the rights and duties of the surrogate mother, the child born through surrogacy, and the intended parents. It is likely that altruistic surrogacy can increase the quality of life and improve the health of Icelandic citizens, without endangering the interests of others. Therefore it is the legislator’s duty to reconsider the sheer ban against surrogacy. Should they not, they must demonstrate objective reasoning’s behind their decision, to maintain the discrimination which entails from the sheer ban against surrogacy, showing regards for the middle course principle.

Samþykkt: 
  • 8.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudbjorg-Anna-Gudbjornsdottir_BA-2010.pdf525.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna