is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6909

Titill: 
  • Það bara verður að kenna það sem er til : hugmyndir stærðfræðikennara um námsefni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar sem hér segir frá er að fá innsýn í hugarheim stærðfræðikennara í framhaldsskólum á Íslandi með tilliti til námsefnis og námsefnisnotkunar.
    Rannsóknarspurningarnar sem unnið var eftir voru:
    Hverjar eru hugmyndir stærðfræðikennara um námsefni og námsefnisnotkun í grein sinni?
    Hvers konar námsefni nota kennarar í kennslu sinni og hvers vegna?
    Á hvaða hátt er námsefnið notað í kennslu?
    Hvert er viðhorf kennara til núverandi námsefnis og hver er framtíðarsýn þeirra í tengslum við námsefni?
    Til að leita svara við þessum spurningum var gerð eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fjóra stærðfræðikennara úr tveimur framhaldsskólum. Einnig voru gerðar þátttökuathuganir í kennslustundum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á skýran samhljóm hjá kennurum um að námsefnisþróun í stærðfræði fyrir framhaldsskóla sé ábótavant og að það námsefni sem til er falli illa að þörfum kennaranna. Kennarar skilgreina námsefni fyrst og fremst sem námsbókina og stýrir hún kennslunni að miklu leyti. Uppistaðan í því námsefni sem er í boði eru tvær bókaraðir sem gefnar voru út í kjölfar síðustu námskrárbreytinga árið 1999. Meðal kennaranna ríkir bæði óánægja með bækurnar og námskrárbreytingarnar. Fjarlægð virðist vera á milli þeirra sem taka ákvarðanir um námskrártilhögun og svo þeirra sem ætlað er að kenna eftir henni. Það er eins og þessir hópar vinni ekki saman. Kennararnir sem rætt var við voru óánægðir með síðustu námskrárbreytingar og nánast nagandi óvissa er um þær næstu. Aðrar hindranir á vegi námsefnisþróunar að mati kennara er tímaskortur, skortur á fjármagni og smæð íslenska markaðarins.

Samþykkt: 
  • 9.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-Sigfríður Guðný Theódórsdóttir.pdf439.91 kBLokaðurHeildartextiPDF