EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6956

Title
is

Börn og hundar: Samanburður á farsælum uppeldisháttum

Submitted
September 2010
Abstract
is

Ritgerð þessi fjallar um kenningu Diönu Baumrind um uppeldishætti foreldra og þrjá mismunandi uppeldishætti hundaeigenda. Samkvæmt kenningu Baumrind nota foreldrar aðallega þrjá uppeldishætti við uppeldi barna sinna en þeir eru: leiðandi, -skipandi og eftirlátssamir uppeldishættir. Þeir uppeldishættir sem helst eru notaðir á hunda hér á landi eru byggðir á hugmyndum um styrkingu við jákvæða hegðun, hugmyndum um yfirráð og hugmyndum um hvatastjórnun. Í þessari ritgerð skoðar höfundur hvaða uppeldishættir það eru sem hafa reynst best bæði á börn og hunda og hvað þeir eiga sameiginlegt. Með því vill höfundur sýna fram á að svipaðir uppeldishættir virka, bæði á börn og hunda. Það skiptir máli að rétt sé farið að bæði með uppeldi börn og hunda til að koma í veg fyrir árekstra í samskiptum. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að farsælustu uppeldishættirnir fyrir börn eru leiðandi uppeldishættir en fyrir hunda eru það uppeldishættir byggðir á styrkingu við jákvæða hegðun. Samanburður á þessum tveimur þáttum leiddi í ljós að margt er samhljóma sem bendir eindregið til þess að mjög svipaða uppeldishætti er hægt að nota á bæði börn og hunda.

Accepted
24/11/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA-ritgerð Jóhanna... .pdf511KBOpen Complete Text PDF View/Open