is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6966

Titill: 
  • Andóf hinna réttlátu. Um unglingabækur Eðvarðs Ingólfssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um unglingabækur Eðvarðs Ingólfssonar bæði í sögulegu og menningarlegu samhengi. Í henni eru viðraðar þær skoðanir að bækur Eðvarðs hafi ekki verið jafn sakleysislegar og ætla mætti og að í þeim hafi leynst mótstaða við frjálslyndan anda áttunda áratugsins og kynjapólitík. Einkum í ljósi þess að í bókunum er pönkmenningu og kvenréttindum hafnað með hunsun og „gamaldags“ gildum haldið á lofti í þeirra stað.
    Fjallað er um hvernig Eðvarð notar heilbrigðan lífsstíl og kristna trú markvisst til þess að flokka söguhetjur sínar í góðar og vondar. Að auki eru dæmi tekin um hvernig kristin lífsýn er notuð til að vara við því sem söguheimur lýsir sem neikvæðum samfélagsáhrifum á unglinga. Sjónum er beint að því hvernig flokkunin á hinu góða og hinu illa verður á köflum áróðurskennd því persónusköpun miðast oftar en ekki að koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri frekar en að skapa unglinga og fólk sem hægt er að tengja við raunveruleikan. Komið er inn á viðtökur bókanna í þessu samhengi og tekin dæmi úr bókagagnrýni.
    Kynjapólitík er mikið til umræðu, persónur Eðvarðs eru um heldur íhaldssamar en ritgerðin greinir hegðun þeirra í ljósi kenninga í feminískri bókmenntafræði. Nokkuð ítarlega er farið í tvöfalt siðgæði sögupersóna auk þess sem hlutgerving konunnar er til umfjöllunar. Staðalímyndir eru til umræðu með tilliti til tvöfalds siðgæðis og karlmiðuð afstaða til líkama kvenna er einnig rædd. Tekin eru dæmi um innbyggða neikvæðni í garð kvenna og hvernig þeim er refsað fyrir frávik frá íhaldsömum gildum söguheims. Einnig er neikvæð afstaða bókanna til fóstureyðinga er rædd í samhengi við kvenfrelsi.
    Niðurstöður hverfast um úrvinnslu bókanna á erfiðum málum en þó að mestu leyti um hvað íhaldsöm afstaða söguheims táknar fyrir kvenhetjur Eðvarðs. Einkum í ljósi neikvæðs viðhorfs í bókunum til menntunar og frama kvenna.

Samþykkt: 
  • 29.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_BA.pdf589.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna