is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6987

Titill: 
  • Basel II reglur um eiginfjárgrunn banka : gagnrýni og breytingar í kjölfar alþjóðlegrar efnahagslægðar
  • Titill er á ensku The Basel II capital framework for banks – criticism and changes due to the international financial crises
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er Basel II reglur um eiginfjárgrunn banka en reglunum er ætlað að tryggja að bankar hafi nægt eigið fé á móti áhættum sem fylgja bankastarfsemi. Basel II reglurnar leystu af hólmi forvera sinn, Basel I, og voru flest ríki heimsins að vinna við innleiðingu þeirra þegar efnahagslægðin skall á sumarið 2007. Efnahagslægðin hefur varpað ljósi á veikleika reglnanna og vakið upp spurningar um hvort reglurnar hafi átt einhvern þátt í því að koma fjármálakreppunni af stað.
    Í ritgerðinni er farið yfir sögu reglnanna og uppbyggingu þeirra. Megináhersla er lögð á gagnrýni fræðimanna á reglurnar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir það hversu flóknar þær eru og erfiðar í framkvæmd og hvernig þær fara í sumum tilvikum gegn eigin markmiði. Þá er sérstaklega farið yfir þær breytingar sem Baselnefndin hefur boðað í kjölfar efnahagslægðarinnar. Farið er yfir þær efnislega og hvort þær taki á gagnrýninni. Í lokakaflanum eru helstu atriðin sem hafa verið gagnrýnd sem og boðaðar breytingar dregin saman og kannað hvort breytingarnar séu fullnægjandi eða hvort frekari breytingar séu æskilegar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að fyrirhugaðar breytingar á Basel II reglunum taka á hluta þeirrar gagnrýni sem þær hafa sætt en alls ekki á öllu sem hefur verið talið gagnrýnivert. Ljóst er að ekki er brugðist við gagnrýni um að reglurnar fari gegn markmiði sínu varðandi samkeppnisstöðu. Þá hefur lítið verið gert til að auka skýrleika annarrar stoðar reglnanna varðandi hvenær og með hvaða hætti eftirlitsaðilum beri að grípa inn í ef út af bregður. Of snemmt er að segja til um hvort breytingarnar séu fullnægjandi eða hvort frekari aðgerða er þörf. Það verður tíminn að leiða í ljós.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is the Basel II international framework for capital requirements. The framework is meant to ensure sufficient capital of banks against risk exposures related to financial activities they undertake. The Basel II capital framework replaced the older version, Basel I, and was in the process of being implemented internationally into national rules when the current financial crisis hit. The crisis has revealed shortcomings in the Basel II framework and that it might even have contributed to the crisis.
    The thesis furthermore discusses the history and development of the Basel II framework, and its structure. The main focus is on the criticism of the framework and recent modifications issued by the Basel committee in response to the financial crisis. The Basel II framework has been criticised for being too complex and that it may even contribute to the problems it is supposed to rectify. Finally, the thesis considers whether expected modifications of the framework are sufficient, or, in light of criticism, whether further modification are required. It concludes that the modifications partially responds to the criticism. The main issues that are not being addressed are competitive disadvantages which the Basel II framework causes. This being despite their objective not to be a source of competitive distortion. Additionally, the Second Pillar has been criticised for the obscurity on when and how supervisors should intervene. It is, however, too early to predict whether the convened changes are adequate or if further actions are required.

Samþykkt: 
  • 2.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arna-BryndIs-Baldvinsdottir_ML-2010.pdf383.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna